í flokknum: Gufunesbær

Samstarfsverkefni Miðstöðvar útivistar og útináms, Skíðasvæðanna í borginni og tveggja grunnskóla í Reykjavík lauk í dag í frábæru veðri. Tekið var á móti 2.bekk í Vættarskóla í tveimur hópum. Markmið dagsins var að prufa skíði. Dagurinn var frábær í alla staði. Góð brekka, frábært verður og stórkostlegir krakkar. Margi voru að fara á skíði í fyrsta skipti, en í lok dags voru allir farnir að taka lyftuna og renna sér niður. Síðasta föstudag mætti 2.bekkur Breiðholtsskóla til okkar. Þetta verkefni hefur fengið góðar undirtektir hjá börnum, kennurum og öðrum sem komið hafa að því. Vonandi verður hægt að þróa þetta verkefni á þann hátt að öll skólabörn í 2.bekk fái tækifæri til að prufa skíði.

Verkefnið er tilraunaverkefni á skóla-og frístundasviði í umsjón Miðstöðvar útivistar og útináms, Gufunesbæ.

 

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt