Afmælisfögnuður Fjörgynjar!

 í flokknum: Fjörgyn, Gufunesbær

Afmælisfögnuður!

Við í Fjörgyn ætlum svoleiðis að gera okkur glaðan dag þann 6. mars næstkomandi, en þá höldum við upp á þrjátíu ára starfsafmæli!

Þar af leiðandi viljum við bjóða öllum sem vilja, núverandi sem og fyrrverandi nemendum, að koma í heimsókn frá 19:00 til 21:00 og njóta léttra veitinga, skemmtiatriða og myndasýningarinnar „Fjörgyn í gegnum árin“ þar sem farið verður myndrænt yfir starfið síðustu þrjátíu ár.

Við hlökkum til að sjá ykkur!
Starfsfólk Fjörgynjar

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt