í flokknum: Ævintýraland

Mánudaginn 20. nóvember á Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna 28 ára afmæli. Í tilefni þess efndu frístundaheimili Gufunesbæjar til réttindagöngu. Á mánudaginn munu 3. og 4. bekkingar frístundaheimilanna hittast fyrir utan Rimaskóla þar sem gangan hefst en hún mun enda í Gufunesbæ. Þar munu þau fá hressingu, heyra á tölu og svo munu koma leynigestir með atriði 🙂
Markmið verkefnisins er að börnin kynnist sáttmálanum. Við höfum hengt upp plaggöt í Ævintýralandi nokkrum greinum sáttmálans og höfum við svo aðeins rætt nauðsyn hans. Börnin hafa svo búið til skilti með tilvísun í sáttmálann sem þau munu svo ganga með í göngunni.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt