Dagskrá Gufunesbæjar í haustfríinu vel sótt

 í flokknum: Gufunesbær

Fjölmargir lögðu leið sína í Gufunesbæ til að taka þátt í dagskránni sem þar var í boði. Hlaðan var full af skapandi listamönnum sem m.a. einbeittu sér að slímgerð, bolagerð og skartgripagerð. Klifurturninn var þétt setinn allan tímann og var gaman að sjá að það voru margir að prufa í fyrsta skiptið. Nokkrir fóru alla leið upp turninn en þá er búið að klifra ca. 12 metra. Í lundinum var boðið upp á eldgrillaðar pylsur og djús og hægt að spreyta sig á rathlaupsbrautinni og frisbí gólfi. Einnig var í boði að prufa Petanque, en í Gufunesbæ eru sex brautir þar sem hægt er að spila þessa skemmtilegu íþrótt. Dagskráinni á svæðinu lauk svo með Bingói inn í Hlöðu fullri af börnum og foreldrum, en fyrirtæki í Grafarvogi gáfu glæsilega vinninga. Sundlaug Grafarvogs var síðan með frítt inn í sund og þar tóku starfsmenn félagsmiðstöðva Gufunesbæjar á móti sundgestum í skemmtilegu sundlaugafjöri. Takk fyrir að taka þátt í dagskránni með okkur og gera daginn svona skemmtilega. Takk fyrirtæki fyrir að styrkja bingóið: Hafið fiskverslun, Bónus, Keiluhöllin, Nings, Kornið, Krumma, Hagkaup, Bakarameistarinn, Fjölskyldu og húsdýragarðurinn og Sundlaug Grafarvogs.

 

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt