Grafarvogsleikar 14-18 september

Vikuna 14. - 18. september fara fram hinir árlegu Grafarvogsleikar. Á leikunum keppa unglingur úr félagsmiðstöðvunum í Grafarvogi í hinum ýmsu þrautum og íþróttagreinum. Keppnisdagarnir eru Mánudagur (Fjörgyn - Foldaskóla), Þriðjudagur (Egilshöll -  Fótboltahús) og Miðvikudagur (Dregyn - Vættaskóla Borgum). Grafarvogsleikaballið verður svo fimmtudaginn 18. september frá kl. 20.00 - 23.00 í Sigyn Rimaskóla. Þeir unglingar sem keppa fyrir hönd Dregyn í leikunum eru beðnir um að mæta amk 10 mínútum fyrir þeirra keppnisgrein. Búið er að setja niður keppendur í flest allar greinar en ekki hika við að tala við okkur, hver veit nema við getum komið þér inn. Upplýsingar um keppendur er að finna á facebook síðu Dregyn, dagskrána dag fyrir dag má sjá í myndunum hér til hliðar.


Félagsmiðstöðvar

Félagsmiðstöðvar


Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit