í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Gufunesbær

Miðvikudaginn 14. nóvember – Í Fjörgyn

Næsta miðvikudag er félagsmiðstöðvardagurinn haldinn hátíðlegur um land allt. Að því tilefni munum við því bjóða fjölskyldum barna af unglingastigi (8.-10.bekkur) í heimsókn til okkar í Fjörgyn/Foldaskóla. Opnunin hefst kl. 19. Um er að ræða einstaklega skemmtilega kvöldopnun þar sem ýmislegt verður brallað.

 

Dagskráin er svohljóðandi:

 

19:00 – Húsið opnar

19:10 – Formaður og varaformaður nemendaráðs með kynningu á starfi félagsmiðstöðvarinnar.

19:20 – Skipt í lið og farið í spurningakeppni úr smiðju nemendaráðs Fjörgynjar – Verðlaun fyrir sigurlið!

20:00 – Vöfflukaffi

20:20 – Pool- og borðtennismót(Setustofa og matsalur) – Stinger-körfuboltaleikur(Íþróttasalur)

21:00 – Lok á hefðbundinni dagskrá

 

Allir velkomnir á miðvikudaginn næsta! Hlökkum til að sjá sem flesta!

 

Kær kveðja,

Starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar Fjörgynjar

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt