í flokknum: Dregyn, Fjörgyn, Gufunesbær, Höllin, Púgyn, Sigyn

Félagsmiðstöðva dagurinn 2017 verður haldinn í félagsmiðstöðvum landsins þann 1.nóvember. Samfés, samtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi standa fyrir deginum en með honum eru allir hvattir til að heimsækja sína gömlu félagsmiðstöð eða þá sem er í þeirra hverfi. Allir eru velkomnir og við bjóðum sérstaklega velkomna alla aðstandendur barna og unglinga í hverfinu. Félagsmiðstöðvar Grafarvogs eru Höllin, Sigyn, Púgyn, Dregyn og Fjörgyn og munu þær allar hafa opið hús frá klukkan 19-22 þetta kvöld, nema Höllin sem býður í heimsókn frá klukkan 17-19. Dagskrá hverrar félagsmiðstöðvar er mismunandi en þær má finna á heimasíðum þeirra á www.gufunes.is. Í ár er svo tvöföld gleði hjá Höllinni og Sigyn en báðar halda þær upp á stórafmæli sem verður fagnað samhliða félagsmiðstöðva deginum. Höllin fagnar 10 ára afmæli og Sigyn 20 ára afmæli. Það verður því mikið um dýrðir í Grafarvogi í ár og við óskum eftir metmætingu hverfisbúa.

Dagskráin í Dregyn

  • 19:00 Húsið opnar
  • 19:20 Kynning á starfsemi
  • 19:50 Skrekkur
  • 20:00 Hjartsláttur
  • 21:10 Varúlfur
  • 21:40: Húsið lokar

Dagskráin í Púgyn

  • 19:00 –  Húsið opnar.
  • 19:15 –  Kynning á starfinu frá Formanni nemendaráðs henni Birtu Hrönn Ingimarsdóttur.
  • 19:30 –  Skrekksatriðið frumsýnt.
  • 20:00 –  Smiðju : Forráðamenn og börn eru hvött til þess að taka þátt í þeim saman. Skráning í smiðjunnar fara fram staðnum. Í boði verður:
    • Sverðagerð: Magnús og Bjarki munu fara yfir listina að búa til sverð og önnur vopn sem hægt er að nota t.d til að LARPA. Þið kynnist því hvað LARP er í smiðjunni.
    • Brjóstsykursgerð: Stefanía og Helga búa til gómsæta mola og kenna áhugasömum hvernig eigi að bera sig að við brjóstsykursgerð.
  • 22:00 Húsið lokar

Dagskráin í Fjörgyn

  • 19:00 – Húsið opnar
  • 19:15 – Kynning frá formanni og varaformanni nemendaráðs Fjörgynjar
  • 19:30 – Skrekksatriði Foldaskóla sýnt
  • 20:00-21:00 – Bingó
  • 21:00-22:00 – Félagsmiðstöðvasprell
  • Nýbakaðar vöfflur, kakó og kaffi verða í boði fyrir gesti og gangandi.

Dagskráin í Sigyn 

Húsið opnar klukkan 19:00. Skrekks-atriði Rimaskóla sýnt klukkan 20:30.

Dagskráin í Höllinni 

Húsið opið frá 17:00-19:00.

Ping pong, brjóstsykursgerð, stressboltagerð og tölvuleikir.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt