í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Gufunesbær, Púgyn

Þann 13.nóvember verður félagsmiðstöðvadagurinn haldinn hátíðlegur. Félagsmiðstöðvadagurinn er tækifæri fyrir alla sem hafa áhuga á að koma og skoða félagsmiðstöðina, hvort sem um er að ræða foreldra, systkini eða einfaldlega áhugasama, unga sem aldna. Starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar verða á svæðinu og geta svarað öllum þeim spurningum sem kunna að brenna á gestunum. Hefðbundnar opnanir falla niður þann dag en við í Púgyn viljum hvetja alla eindregið til að nýta tækifærið, mæta í félagsmiðstöðina og kynnast starfseminni sem þar fer fram.

Húsið verður opið frá kl. 19:00 – 21:30 og dagskrá kvöldsins er hér að neðan.
–    Kynning á starfsemi félagsmiðstöðvarinnar
–    Kynning frá nemendaráði
–    Fjölskyldu spurningakeppni
–    Pizza og gos til sölu
–    Blindrabolti í íþróttasalnum
–    Fílablak og margra- manna borðtennis (nýjungar hjá okkur í Púgyn)
–    Opið hús – spil, pool, borðtennis, ps4, pógó og annað sem félagsmiðstöðin býður uppá á opnunum.

Hlökkum til að sjá ykkur!
Kær kveðja,
Starfsfólk Púgyn

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt