í flokknum: Dregyn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Gufunesbær, Púgyn, Sigyn

Félagsmiðstöðvar fyrir 13-16 ára f.´03-´05 Sumar 2019

Í sumar munu félagsmiðstöðvarnar Dregyn, Fjörgyn, Sigyn og Púgyn sem tilheyra Frístundamiðstöðinni Gufunesbæ í Grafarvogi bjóða upp á opnanir á mánudags-, miðvikudags- og föstudagskvöldum í júní og til 10. júlí.

Með starfsemi félagsmiðstöðva er verið mæta þörfum unglinga fyrir fjölbreytt frítímastarf og samveru með jafnöldrum. Rannsóknir sýna að þátttaka í skipulögðu frítímastarfi hefur mikið forvarnargildi og styrkir unglinga til virkari þátttöku í samfélaginu. Starfsemi félagsmiðstöðva miðar að því að bjóða öllum unglingum valkost í frítímanum undir handleiðslu hæfra starfsmanna.

Boðið verður upp á sameiginlega viðburði vítt og breitt um Grafarvoginn á mánudagskvöldum 20:00-22:30. en á miðvikudagskvöldum mun vera opið í Dregyn, Fjörgyn, Púgyn og Sigyn frá 20:00-22:30. Allir viðburðir verða auglýstir á facebook síðum félagsmiðstöðvanna, instagram og á Snapchat.

Föstudaginn 7. júní verður opið í Fjörgyn frá 20:00-22:30.
Föstudaginn 14. júní verður opið í Sigyn frá 20:00-22:30.
Föstudaginn 21. júní verður opið í Dregyn frá 20:00-22:30.
Föstudaginn 28. júní verður opið í Púgyn frá 20:00-22:30.

Nánari upplýsingar hjá Frístundamiðstöðinni Gufunesbæ, 411-5600,  á heimasíðunni www.gufunes.is og á www.fristund.is þegar nær dregur sumri.

Deildarstjóri: Inga Lára Björnsdóttir (inga.lara.bjornsdottir@reykjavik.is) , s: 411 5604.

Félagmiðstöðin Dregyn við Vættaskóla

Félagmiðstöðin Fjörgyn við Foldaskóla

Félagsmiðstöðin Púgyn við Kelduskóla

Félagsmiðstöðin Sigyn við Rimaskóla

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt