Höllin – sumarstarf 2018

Home » Félagsmiðstöðvar (10-16 ára) » Sumar 2018 – Höllin

Sumarið í Höllinni

Sértæka félagsmiðstöðin Höllin tilheyrir frístundamiðstöðinni Gufunesbæ í Grafarvogi. Höllin býður fötluðum börnum og unglingum upp á skipulagt frístundastarf  í sumar sem þarf þó sértaklega að skrá í.

Meginmarkmið með starfinu er að bjóða upp á fjölbreytt og spennandi frístundatilboð þar sem uppeldisgildi frítímans eru höfð að leiðarljósi. Áhersla er lögð á aldursviðeigandi og einstaklingsmiðaða þjónustu sem tekur mið af styrkleikum og áhugasviði hvers og eins.

Sumarstarfið hefst 11. júní og verður þar til skóli hefst 21. ágúst. Höllin fer þó í sumarfrí milli 23. júlí og 7. ágúst.

Skráning í starfið í sumar hófst miðvikudaginn 25. apríl kl. 10.00.

Hlekkur á skráningu: sumar.fristund.is en þar er að finna nánari upplýsingar um starfið.

Forstöðumaður Hallarinnar er Jódís Lilja Jakobsdóttir (jodis.lilja.jakobsdottir@reykjavik.is).

Heimasíða Hallarinnar: gufunes.is/hollin

Gjaldskrá 2018 fyrir sumarstarf frístundaheimila og sértækra félagsmiðstöðva

Þjónusta
Vikuverð
Viðbótarstund
(08:00-09:00 eða 16:00-17:00)
5 dagar 8.910 2.600
4 dagar* 7.130 2.080
3 dagar* 5.350 1.560
2 dagar* 3.570 1.040
1 dagur* 1.780 520

 

*Ekki er hægt að velja um fjölda daga heldur eru þessi verð sett á námskeið sem eru í vikum sem eru með frídögum og í byrjun og lok sumars.

Sendur er einn greiðsluseðill fyrir hvern mánuð í sumarfrístund. Veittur er 20% systkinaafsláttur af dvalargjaldi annars barnsins skráðu á sama lögheimili/fjölskyldunúmer. Ekki er veittur systkinaafsláttur af gjaldi vegna viðbótarstundar.

Vinsamlega athugið að ef hætta á við þátttöku í námskeiði þarf að tilkynna það skriflega til viðkomandi frístundamiðstöðvar að minnsta kosti viku áður en námskeið/smiðja hefst (t.d. fyrir miðnætti á sunnudegi þegar námskeið/smiðja hefst á mánudegi viku seinna). Ella verður námskeiðsgjald innheimt að fullu.

Gjald fyrir sumarfrístund er innheimt eftir á. Gjalddagi er fyrsti dagur næsta mánaðar. Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga. Hafi gjaldið ekki verið greitt á eindaga leggjast á dráttarvextir og vanskilakostnaður. Hafi ekki verið greitt innan 50 daga frá gjalddaga er krafan send í milliinnheimtu hjá Momentum. Ekki er hægt að nota frístundakort til að niðurgreiða sumarstarf.

Sumar 2018 – Höllin

Opnunartímar í sumar

Sumarstarfið hefst 11. júní og verður þar til skóli hefst 21. ágúst.

Höllin fer þó í sumarfrí milli 23. júlí og 7. ágúst.

Starfsmenn
 • Margrét Unnur
  Margrét Unnur
  • Reynir Haraldsson
   Reynir Haraldsson
   • Valdís
    Valdís
    • Styrmir
     Styrmir
     • Þórunn Bríet
      Þórunn Bríet
      • Konráð Gunnar
       Konráð Gunnar
       • Heiða Hlín
        Heiða Hlín
        • Jódís
         Jódís Forstöðumaður í Höllinni
        • Elísa Birgis
         Elísa Birgis
         • Rúnar Steinn
          Rúnar Steinn
          • Sæunn Björg
           Sæunn Björg
           • Þóra María
            Þóra María
            • Arnór
             Arnór
             • Hanna Lilja
              Hanna Lilja
              • Sindri Snær
               Sindri Snær
               • Fanney Lára
                Fanney Lára
                • Karen Sif
                 Karen Sif
                 • Sólveig
                  Sólveig
                  • Elísa Páls
                   Elísa Páls
                   • Friðrik
                    Friðrik
                    • Alda
                     Alda
                     Contact Us

                     We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

                     Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt