Fjallahjólaferð á Fjallabaki

 í flokknum: Dregyn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Gufunesbær, Púgyn, Sigyn

Í byrjun júlí  fór hópur á vegum félagsmiðstöðva í Grafarvogi saman í  þriggja daga og tveggja nátta hjólaferð upp á Fjallabak.

Lagt var af stað á þremur bílum, einn þeirra var svo skilinn eftir þegar hann dreif ekki lengra. Þar byrjaði hjólaævintýrið, átta unglingar hjóluðu ásamt starfsmönnum 24 km í átt að Hungurfitjum, skálanum sem gist var í.

Á öðrum degi var stefnan sett á Nafnlausa fossinn um það bil 18 km inn í átt að öðrum fjallaskála sem heitir Dalakofi. Þaðan var planið að ferja þreytta fætur til baka á einum bílnum. Svo fór svo sannarlega ekki þar sem að bíllinn festist í snjóskafli og við tók rennblautur hjólaleiðangur aftur heim þar sem unglingarnir sigruðust á erfiðum aðstæðum og komu aftur í skála verðurbarin en stolt af afreki dagsins.

Ævintýramennskan var ekki búin en á þriðja degi byrjaði hópurinn á því að hjóla og vaða yfir fjórar minniháttar ár til þess að grilla sykurpúða og setja á súkkulaðikex. Smá bleyta í tærnar eftir árnar stoppaði svo ekki nokkra ofurhuga frá því að hjóla niður í móti aftur að bílnum sem var skilinn eftir niður frá.

Góð hópastemning myndaðist í ferðinni en hvatning og samvinna var ríkjandi. Unglingarnir mega vera stoltir af sér og öllum þeim stóru sigrum sem unnust í ferðinni.

Við hlökkum til að fara með fleiri unglinga upp á hálendið í svona ævintýraferð.

     

 

 

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt