Fjörgyn eru Grafarvogsleikameistarar árið 2017!

 í flokknum: Fjörgyn, Gufunesbær

Grafarvogsleikarnir fóru fram daganna 18. – 21.september og gengu þeir eins og í sögu. Keppendur á vegum félagsmiðstöðvanna Sigyn, Dregyn, Púgyn og Fjörgyn úr Grafarvogi áttust við í hinum ýmsu skemmtilegu greinum, allt frá listmálun yfir í spretthlaup. Keppendur allra félagsmiðstöðvanna voru sér til fyrirmyndar og var hart barist á öllum vígvöllum. Vitrir menn vildu jafnvel meina að keppnin í ár hefði verið sú jafnasta í áraraðir. Leikarnir voru svo toppaðir með heljarinnar balli þann 21.september þar sem að Chase, Jói Pé, Króli og Oddur spiluðu fyrir viðstadda. Í lok ballsins féll það í hendur Króla að tilkynna um sigurvegara leikanna þetta árið. Spennan var gífurlega magnþrungin og brutust út heljarinnar fagnaðarlæti þegar Fjörgyn voru tilkynntir sem sigurvegarar.

Með sigrinum tókst Fjörgyn að binda enda á 6 ára sigurgöngu Púgyns og það er öllum ljóst að bikarinn er kominn til að vera næstkomandi ár!

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt