Fjörgyn í vikunni: Bláfjöll, Heimsopnun og Kanilsnúðagerð!

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Gufunesbær, Óflokkað

Heil og sæl!

Við í Fjörgyn erum heldur betur að njóta aukinnar birtu með hverjum degi í þessum fallega febrúarmánuði!
Dagskráin vikuna 18. – 22. febrúar lítur svona út:

Unglingarstig (8.-10. bekkur)

Mánudagurinn 18.2 – 16:30-22:00
Bláfjöll! Við ætlum að gera okkur glaðan dag í Bláfjöllum! Lagt verður af stað í rútu frá Fjörgyn kl. 16:30. Rútuverð er 2000 krónur og er borgað á staðnum áður en lagt verður af stað upp í fjallið. Ath. einungis er um rútuverð að ræða og borga einstaklingar sjálfir fyrir sig upp í fjallið þegar þangað er komið. 1500 krónur kostar í fjallið.

Þriðjudagurinn 19.2 – 19:30-22:00
Tónlistarklúbbur: Þriðji hittingur tónlistarklúbbsins!

Miðvikudagurinn 20.2 – 19:30-22:00
Heimsopnun: Nemendaráðið sér um þetta kvöld!

Fimmtudagurinn 21.2 – 13:00-16:30
Dagopnun: Nýttu gatið eða tímann eftir skóla til að koma í gott chill til okkar.

Föstudagurinn 22.2 – 19:30-22:30
Kanilsnúðagerð: Þarf eitthvað að útskýra það nánar?!

 

ATH: Breytingar á 10-12 ára starfinu okkar 2019 eru að nú ætlum við að hafa almennar opnanir fyrir 5.-7. bekk á mánudögum,  íþróttasal á þriðjudögum fyrir 5.-7. bekk, og á miðvikudögum verða 5.-6. bekkjaklúbbar.

10-12 ára starf

Mánudagurinn 18.2 – 16:00-18:00
Steiktu Letur (5.-7. bekkur)

Þriðjudagurinn 19.2 – 17:00-19:00
Stinger/frjálst (5.-7. bekkur)

Miðvikudagurinn 20.2 – 15:00-17:00
6. bekkjarklúbbur: Brjóstsykursgerð (5. bekkur)

Föstudagurinn 22.2 – 16:30-18:30
Popp og bíó! (5.-7. bekkur)

 

Hlökkum til að sjá ykkur öll þessa vikuna!
– Starfsfólk Fjörgynjar

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt