Fjörgyn í vikunni: Helena Reynis, Speed Friending, eltingarleikur með slökkt ljós o.fl.!

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Gufunesbær, Óflokkað

Heil og sæl öllsömul!

Vikan 19.-23. nóvember verður þrususkemmtileg!
Dagskráin lítur svona út:

Unglingarstig (8.-10. bekkur)

Mánudagurinn 19.11 – 19:30-22:00
Speed Friending: Skemmtilegt “twist” á hið klassíska “Speed Dating”. Ekki missa af þessu!

Þriðjudagurinn 20.11 – 19:30-22:00
Marvel-klúbbur: Klúbburinn heldur áfram og í þetta skiptið munum við skoða sögustrúktúr.

Miðvikudagurinn 21.11 – 19:30-22:00
Helena Reynis: Listamaðurinn, förðunarfræðingurinn og snapparinn Helena Reynis ætlar að koma og vera með sýnikennslu í förðun fyrir alla sem vilja læra það!

Fimmtudagurinn 22.11 – 13:00-16:30
Dagopnun: Notaðu gatið eða tímann eftir skóla til að koma í gott chill hjá okkur.

Föstudagurinn 23.11 – 19:30-22:30
Eltingarleikur með slökkt ljós: Þetta segir sig nú sjálft er það ekki? 😀

 

10-12 ára starf

Mánudagurinn 19.11 – 16:30-18:00
FIFA-mót og íþróttasalur (Í Foldaskóla). Komið og sýnið hvað þið getið í tölvufótbolta, og svo keyrum við þetta í gang í íþróttasalnum!

Þriðjudagurinn 20.11 – 17:00-18:30
Íþróttasalur. Við verðum með skemmtilega hluti í gangi í íþróttasalnum í Foldaskóla.

Miðvikudagurinn 21.11 – 15:00-17:00
Baksturssmiðja! Nú verður það gómsætt!

Föstudagurinn 23.11 – 16:30-18:00
Street Dance kennsla. Það verður sko stuð þegar við fáum góðan gest í heimsókn til að kenna okkur að Street dansa! (ATH. með fyrirvara um breytingar)
Brjóstsykursgerð!

 

Hlökkum til að sjá ykkur öll þessa vikuna!
– Starfsfólk Fjörgynjar

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt