Fjörgyn í vikunni: Maskakvöld, Skrekkur og fleira!

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Gufunesbær

Góðan daginn!
Nú er nóvember gengin í garð og ný dagskrá komin í hús.
Smá breyting er á dagskrá miðstigs frá síðustu mánuðum en klúbbarnir eru ekki lengur á þriðjudögum og miðvikudögum. Í staðin eru komnar skemmtilegar smiðjur sem þarf að skrá sig í. Skráning í smiðjur fer fram á sumar.fristund.is
Dagskrá vikunnar er eftirfarandi:

Unglingastig 

Mánudagur 4.11 – 19:30 – 22:00 
Maski og morgunkorn: kósy opnun, þeir sem vilja geta sett á sig maska og boðið verður upp á gómsætt morgunkorn

Þriðjudagur 5.11 – 19:30-22:00
Jaðarklúbbur: 9. og 10. bekkjarhópur. Einungis opið fyrir meðlimi.

Miðvikudagur 6.11 – 19:30-22:00 
Skrekkur: Áfram Foldaskóli!!

Fimmtudagur 7.11 – 13:00-16:30 
Dagopnun: komdu og chillaðu með okkur í gatinu eða eftir skóla

Föstudagur 8.11 – 19:30-22:30 
Heimsókn: Ætlum saman í heimsókn í aðra félagsmiðstöð!

Miðstig 

Mánudagur 4.11 – 15:00-17:00
Fifa 20: spilum Fifa 20 og höfum gaman saman

Þriðjudagur 5.11 – 17:00-19:00
Smiðja: Pizzagerð! einungis opið fyrir skráða þátttakendur!

Miðvikudagur 6.11 – 15:00-17:00 
Smiðja: Gifsgrímugerð! einungis opið fyrir skráða þátttakendur!

Föstudagur 8.11 – 16:30-18:30
Eðla og snakk: kombó sem klikkar ekki!

Hlökkum til að sjá ykkur í vikunni!
– Starfsfólk Fjörgynjar

 

 

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt