Fjörgyn í vikunni: Minute to win it, jólaball og fleira skemmtilegt!

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Gufunesbær

Góðan daginn!
Nú er langt liðið á desember og er þetta síðasta vikan fyrir jól! Við í Fjörgyn erum mjög spennt fyrir jólunum og er dagskrá vikunnar ekki af verri endanum!
Hún hljómar svona:

Unglingastig 

Mánudagur 16.12. – 19:30-22:00 
Jóla Minute to win it: Æsispennandi leikur þar sem keppendur hafa mínútu til að leysa allskonar þrautir.

Þriðjudagur 17.12. – 19:30-22:00
Jaðaríþróttaklúbbur: Einungis opið fyrir klúbbameðlimi!

Miðvikudagur 18.12 
LOKAÐ

Fimmtudagur 19.12 
Jólaball: Slúttum önninni með góðu balli!

Föstudagur 20.12 – 19:30-22:30
Jóla allskonar: Ætlum að gera allskonar jólalegt!

 

Miðstig

Mánudagur 16.12 – 15:00-17:00 
Jóla Minute to win it: Æsispennandi leikur þar sem keppendur hafa mínútu til að leysa allskonar þrautir.

Þriðjudagur 17.12 – 17:00-19:00
Smiðja: Roblox og tölvustofa. Einungis fyrir skráða þátttakendur

Miðvikudagur 18.12 – 15:00-17:00 
Dagskrágerð og ávextir: Ætlum að búa til dagskrá saman fyrir Fjörgyn á næstu önn!

Föstudagur 20.12 
JÓLAFERÐ: einungis fyrir skráða þátttakendur

Hlökkum til að sjá ykkur í vikunni!
Og óskum við ykkur öllum gleðilegra jóla!
– Starfsfólk Fjörgynjar

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt