í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Gufunesbær

Heljarinnar vika framundan hjá okkur í Fjörgyn.

Þriðjudagskvöldopnun (19:30 – 22:00) – Silkiþrykk og íþróttasalur

Til stóð að við myndum fara í brekkuna á skíði, bretta eða sleða þessa vaktina. En þar sem að ekkert er um snjó í brekkunni að þá verðum við þess í stað með silkiþrykk og íþróttasalsfjör þetta kvöldið.

Miðvikudagsdagopnun (13:00 – 16:30) – Resistance

Á þessum tíma er opið í félagsmiðstöðinni og tilvalið að skella hópnum saman til að spila Resistance. Rosalegt spil þar á ferðinni.

Fimmtudagskvöldopnun (19:30 – 22:00) – Jóla-Minute to win it

Svakaleg jólaútgáfa af hinum geysivinsæla leik er kallast Minute to win it.

Föstudagskvöldopnun (19:30 – 22:30) – Bæjarferð

Tökum strætó saman niður í miðbæ og upplifum jólastemminguna í allri sinni dýrð.
Opið verður fyrir það að fara á skauta á Nova-svellinu en leiga á hjálm og skautum þar kosta 990 krónur.

10 – 12 ára starf Fjörgynjar

Þá er einnig nóg um að vera í 10 – 12 ára félagsstarfi Fjörgynjar en hér að neðan má sjá dagskrá þeirra þessa vikuna.

Miðvikudagur (15:00 – 17:30) : Lokahittingur 7.bekkjarklúbbs – Lazertag og pizzaveislufjör

Fimmtudagur (16:30 – 18:00) : Jólaslímgerð

Föstudagur (16:30 – 18:00) : Jóla-Minute to win it

 

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt