Fjörgyn í vikunni: Zombie/Stinger-kvöld, slímgerð, heimsókn í félagsmiðstöð o.fl.

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Gufunesbær, Óflokkað

Vikan í Fjörgyn verður full af fjörugum viðburðum. Á unglingastigi sem og miðstigi.
Hér fyrir neðan má sjá útlistaða dagskrá vikunnar.

Unglingastig (8. – 10.bekkur)

Þriðjudagskvöld (19:30 – 22:00) – Zombie og Stingermót

Á þriðjudagskvöldið verða tveir frábærir leikir í gangi hjá okkur. Farið verður í hin geysiskemmtilega Zombie, þar er um að ræða leik þar sem að samvinna er undirstaðan að árangri. Síðan dembum við okkur niður í íþróttasalinn og tökum gamla góða körfuboltaleikinn Stinger.

Miðvikudagur (13:00 – 16:30) – Spilafjör

Í Fjörgyn er fjöldin allur af spilum á svæðinu. Á miðvikudaginn ætlum við að nýta tækifærið og hafa spilaopnun ásamt því að opið verður í allt annað sem félagsmiðstöðin hefur uppá að bjóða.

Fimmtudagskvöld (19:30 – 22:00) – Slímgerð

Slímæði hefur geysað um land allt síðastliðna mánuði. Við í Fjörgyn tökum þátt í því og ætlum að efna til slímgerðar næstkomandi fimmtudag. Þar verður gert hið svokallaða Frekjuslím en meðal innihaldsefna í því eru raksápa, linsuvökvi og barnapúður!

Föstudagskvöld (19:30 – 22:30) – Heimsókn í félagsmiðstöð

Á föstudagskvöldið förum við í heimsókn í aðra félagsmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu og kynnumst starfinu sem fer fram á þeim stað. Tökum gula eðalvagninn (lesist: strætó) á staðinn og tilbaka. Aðgangseyrir í strætó er í boði Fjörgynjar og því þarf fólk bara að mæta með góða skapið.

 

Miðstig (5. – 7.bekkur)

Þriðjudagur (15:00 – 17:00) – Tie-dye bolagerð (smiðja)

Á þriðjudaginn fer fram smiðja sem er ávallt skemmtileg. Um er að ræða tie-dye bolagerð, en þar eru bolir skreyttir með sérstökum litum og munstrum. Skráning er opin og fer fram á sumar.fristund.is. Kostnaður í smiðjuna er 500 krónur og er hvítur bolur innifalinn í því gjaldi.

Fimmtudagur (16:30 – 18:00) – Átkeppni Fjörgynjar

Átkeppni Fjörgynjar 2018 fer fram í vikunni. Alls lags át verður tekið fyrir og verður keppt í kappáti, blindraáti sem og sælkeraáti.

Föstudagur (16:30 – 18:00) – Vinaball 7.bekkja (7.bekkjaropnun)

Í lok vikunnar verður svo haldið heljarinnar ball hjá 7.bekkjum Húsa-, Hamra- og Foldaskóla. Vinaballinu er þannig háttað að unglingarnir mega bjóða með sér 2 vinum(jafnöldrum) úr öðrum skólum á ballið. Plötusnúðar halda fjörinu uppi og þá verður sjoppan opin á meðan ballinu stendur. Frítt er á ballið sem fer fram í Fjörgyn/Foldaskóla.

 

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt