í flokknum: Fjörgyn

Þá er starfið hafið hjá okkur í Fjörgyn þetta skólaárið. Við hófum leikinn með því að bjóða 8.bekkingana velkomna með séropnun fyrir þau fimmtudaginn 24.ágúst. Mætingin var ljómandi fín en um 50 unglingar létu sjá sig og fengu þau kynningu á félagsmiðstöðvastarfinu og því sem félagsmiðstöðin hefur upp á að bjóða. Virkilega flottur og hress árgangur og hlökkum við mikið til vetursins framundan með þeim.

Fyrsta almenna vaktin var svo daginn eftir, föstudaginn 25.ágúst, og var þá farið í human fúsball (mannlegt fótboltaspil) og ultimate frisbí.

Nemendaráðið okkar kemur svo saman í þessari viku og býr án efa til flotta dagskrá fyrir september, sem kemur hingað inn um leið og hún er klár.

Opnanirnar hjá okkur í vetur verða sem hér segir:

Þriðjudaga: 19:30-22:00

Miðvikudaga: 13:00-16:30 (og klúbbar/hópastarf annað hvert miðvikudagskvöld)

Fimmtudaga: 19:30-22:00

Annan hvern föstudag: 19:30-22:30

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt