í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Gufunesbær

Heil og sæl öll sem eitt!

Þá er komið að síðustu vikunni fyrir jól hjá okkur í Fjörgyn!
Dagskráin vikuna 17. – 21. des lítur svona út:

Unglingarstig (8.-10. bekkur)

Mánudagurinn 17.12 – 19:30-22:00
Jóla-Minute to Win It!: 60 sekúndur virðast langur tími en ekki er allt sem sýnist í þessari jólaútgáfu af leiknum skemmtilega.

Þriðjudagurinn 18.12 – 19:30-22:00
Stúdíósmíði: Við ætlum að endurgera stúdíóið okkar og þið megið hjálpa til – passa bara að mæta í viðeigandi fötum því við munum mála og spasla!

Miðvikudagurinn 19.12 – 20:00-22:00
Jólaball: Jólaball Foldaskóla verður á sínum stað þetta árið og við í Fjörgyn ætlum svo sannarlega ekki að missa af því!

Fimmtudagurinn 20.12 – 13:00-16:30
Dagopnun: Þrátt fyrir jólafríið í Foldaskóla verður opið hjá okkur og við ætlum að eiga gott chill með jólaþema.

Föstudagurinn 21.12 – 19:30-01:00
LAN: Mætið með tölvu og keppnisskapið því við ætlum svoleiðis að missa okkur í leikjum!

 

10-12 ára starf

Mánudagurinn 17.12 – 16:30-18:00
Jóla-Minute to Win It!

Þriðjudagurinn 18.12 – 17:00-18:30
Jóla-Minute to Win It!

Föstudagurinn 21.12 – 16:30-18:00
Jólaferð 10-12 ára!

 

Hlökkum til að sjá ykkur öll þessa vikuna!
– Starfsfólk Fjörgynjar

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt