í flokknum: Fjörgyn, Gufunesbær, Óflokkað

Hæhæ öllsömul!

Vikan 26.-30. nóvember verður algjör bomba!
Dagskráin lítur svona út:

Unglingarstig (8.-10. bekkur)

Mánudagurinn 26.11 – 19:30-22:00
Leiklistarkvöld Bjarklindar: Bjarklind sem vann hjá okkur í Fjörgyn verður með leiklistarkvöld sem hafa notið mikilla vinsælda áður.

Þriðjudagurinn 27.11 – 19:30-22:00
Marvel-klúbbur: Næst síðasti hittingurinn, en í þetta skiptið tökum við fyrir myndina Captain America: Civil War!

Miðvikudagurinn 28.11 – 19:30-22:00
Stinger og Bling: Hinn klassíski Stinger verður spilaður niðri í íþróttasal en fyrir þá sem vilja einnig fá útrás fyrir tónlistarnördann verður Bling.

Fimmtudagurinn 29.11 – 13:00-16:30
Dagopnun: Notaðu gatið eða tímann eftir skóla til að koma í gott chill til okkar.

Föstudagurinn 30.11 – 19:30-22:30
Neonball: Þarf nokkuð að útskýra þessa snilld eitthvað frekar?!

 

10-12 ára starf

Mánudagurinn 26.11 – 16:30-18:00
Hvað er í kassanum? (Í Hamra- og Húsaskóla). Útfærsla á þeim allra skemmtilega leik Box of Lies, sem hefur meðal annars verið spilaður í spjallþætti Jimmy Fallons.

Þriðjudagurinn 27.11 – 17:00-18:30
Teiknileikurinn mikli! Taumlaus gleði í þessum skemmtilega leik.

Miðvikudagurinn 28.11 – 15:00-17:00
Smiðja: Smáratívolí! *Fullbókað*

Föstudagurinn 30.11 – 16:30-18:00
Piparkökur! Skreytum og borðum piparkökur!

 

Hlökkum til að sjá ykkur öll þessa vikuna!
– Starfsfólk Fjörgynjar

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt