í flokknum: Fjörgyn, Gufunesbær, Óflokkað

Heil og sæl öllsömul!

Það verður fjör í Fjörgyn þessa vikuna!
Hér fyrir neðan má sjá dagskrána í heild sinni:

Unglingastig (8. – 10. bekkur)

Mánudagskvöldið 29.10 (19:30 – 22:00) – SKREKKUR!

Nemendurnir í unglingadeildinni hafa unnið dag og nótt að skrekksatriði okkar, og nú er förinni heitið í Borgarleikhúsið – mætið og styðjið okkar fólk!

Þriðjudagskvöldið 30.10 (19:00 – 22:00) – Marvel-klúbbur

Þriðji opinberi hittingur Marvel-klúbbins, en í þetta skiptið munum við fara í sögugerð og frekari persónusköpun.

Miðvikudagskvöldið 31.10 (19:30 – 22:00) – Ullarsokkafótbolti

Hvað getur klikkað? Ullarsokkar og fótbolti er jafn góð blanda og malt og appelsín!

Fimmtudagurinn 1.11 (13:00 – 16:30) – Dagopnun

Notaðu gatið eða tímann eftir skóla til að kíkja til okkar í chill og næsheit.

Föstudagskvöldið 2.11 (19:30 – 22:00) Blind Tasting: Nammi Edition

Geta bragðlaukarnir komið í stað augnanna? Það er stóra spurningin.

 

Miðstig (5. – 7. bekkur)

Mánudagurinn 29.10 (16:30 – 18:00) – Gryfjubolti í Foldaskóla

Þriðjudagurinn 30.10 (17:00 – 18:30) – Gryfjubolti

Allir þekkja gryfjuboltann góða!

Miðvikudagurinn 31.10 (15:00 – 17:00) – Smiðja: Slímgerð

Ath. færð smiðja frá október (uppbókað).

Föstudagurinn 2.11 (16:30 – 18:00) – 99 spurningar

Hefurðu í þér það sem þarf til að sigra þennan skemmtilega leik?

 

Hlökkum til að sjá ykkur öll þessa vikuna!
– Starfsmenn Fjörgynjar

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt