Frábær útileikur fyrir fjölskylduna – ÚtiBingo

 í flokknum: Dregyn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Gufunesbær, Höllin, Púgyn, Sigyn

Félagsmiðstöðvarnar í Grafarvogi mæla með ÚTIBINGÓ sem öll fjölskyldan getur spilað og notið útiverunnar saman.

Eina sem að þið þurfið er blað og blýant, svo er bara eftir engu að bíða og skella sér út og spila.

Þið byrjið á því að búa til Bingóspjaldið saman og fyllið alla reitina með hlutum eða verum sem þið mögulega rekist á, eða sjáið þegar þið farið í göngutúr saman. Hægt er að spila eina röð eða fylla spjaldið, því ráðið þið alveg sjálf 😊

Hægt er að nálgast tilbúið spjald HÉR, einnig er hægt að nálgast sniðmát (Template) sem þið getið fyllt sjálf.

Skellið ykkur saman út og spilið útibingó : )

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt