Sumarfrístund – sumar 2018

Home » Frístundaheimili (6-9) » Sumar 2018 – Sumarfrístund

10-12 ára starf – sumar 2018

Sumarfrístun fyrir 6-9 ára

Í sumar verður starfsemi frístundaheimila Gufunesbæjar í Brosbæí Vættaskóla Engjum, Galdraslóð í Kelduskóla Vík, Hvergilandi í Vættaskóla BorgumKastala í Húsaskóla, Regnbogalandi í Foldaskóla, Simbað sæfara í Hamraskóla og  Tígrisbæ við Rimaskóla fyrir börn úr 1. – 4. bekk, fædd 2008 – 2011. Starfsemi Ævintýralands í Kelduskóla Korpu sameinast Galdraslóð en tekið verður á móti börnum í Ævintýralandi og þeim fylgt í Galdraslóð og svo til baka í lok dags.

Sumarstarfið byggir á áralangri reynslu og allir starfsmenn hafa starfað með börnum í frístundaheimilum Gufunesbæjar. Í upphafi hverrar viku er gerð dagskrá sem byggir á frjálsum leik, skapandi starfi, smiðjum, þemadögum, hreyfingu, útiveru og ferðum. Áhersla er lögð á að virkja börnin til ákvarðanatöku um hina ýmsu þætti starfsins. Einnig verður lögð áhersla á að hafa ólíka dagskrá fyrir ólíka aldurshópa og samstarf verður milli frístundaheimila varðandi börnin úr 3. og 4. bekk.

Gufunesbær áskilur sér rétt til þess að sameina námskeið ef þátttaka á hverjum stað er ekki næg og verða forráðamenn þá látnir vita um breytingar um hádegi á föstudegi áður en námskeið hefst.

Sumarstarfið verður frá  8. júní til 6. júlí og svo aftur frá 7. til 21. ágústÍ Tígrisbæ verður einnig opið vikuna 9. til 13. júlí. Frístundaheimilin eru opin kl. 8:00–17:00. Grunngjaldið miðast við tímann milli kl. 9:00 og 16:00, en greitt er fyrir viðbótarstund/-ir þess utan.

Grunngjald fyrir eina viku í sumarfrístund kl. 9.00-16.00 er kr. 8.910. Verð fyrir viðbótarstund frá kl. 8.00-9.00 að morgni eða kl.16.00-17.00 kr. 2.600 á viku. Veittur er 20% systkinaafsláttur.

Kastali og Tígrisbær eru í samstarfi við sunddeild Fjölnis um að sækja börn sem hefja daginn á sundnámskeiði og taka síðan þátt í sumarfrístund á þeim stöðum.

Sumarfrístund með íþróttanámskeiði fyrir 6-8 ára

Í sumar verður samstarf á milli Gufunesbæjar og Fjölnis þar sem börnum úr 1. til 3. bekk, fædd 2009 – 2011, býðst að vera á íþróttanámskeiði á móti sumarfrístund frá kl. 8:30 – 16:30 eða samtals í 8 klukkustundir. Samstarfið er á milli sumarfrístundar sem staðsett verður í Egilshöll og fimleika/fótbolta í Egilshöll Hádegismatur er innifalinn í grunngjaldi.

Sumarfrístund með sundnámskeiði fyrir 6-7 ára

Frístundaheimilin Kastali í Húsaskóla og Tígrisbær við Rimaskóla verða í samstarfi við sunddeild Fjölnis í sumarstarfinu. Foreldrum/forráðamönnum barna í 1. og 2. bekk býðst að skrá börn sín á sundnámskeið hjá Fjölni um leið og þeir skrá þau í sumarfrístundina. Börnin mæta daglega á sundnámskeið hjá Fjölni, sem hefst kl. 8:15 í Grafarvogslaug. Þar munu starfsmenn sundnámskeiðsins taka á móti þeim og fylgja í gegnum búningsklefa. Frístundaleiðbeinendur sækja börnin í anddyri Grafarvogslaugar að sundnámskeiði loknu og fylgja þeim í frístundaheimilið. Námskeiðin eru tvær vikur að lengd.

Tímabil:
11. júní – 22. júní (10 dagar)
25. júní – 06. júlí (10 dagar)
07. ágúst – 17. ágúst (9 dagar)

Gjaldskrá:
9 dagar: 23.420 kr.

10 dagar: 26.020 kr.

 

Skráning hófst 25. apríl: http://sumar.fristund.is

Sumar 2018 – Sumarfrístund
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt