Frístundastarf í Gufunesbæ fyrir 10-12 ára f. ´05-´07 Sumar 2018

 í flokknum: Dregyn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Gufunesbær, Púgyn, Sigyn

Frístundastarf fyrir 10-12 ára f. ´05-´07 Sumar 2018

Frístundamiðstöðin Gufunesbær býður upp á frístundastarf  í sumar fyrir börn sem ljúka 5. – 7. bekk nú í vor. Um er að ræða 40 mismunandi smiðjur sem standa yfir í hálfan eða heilan dag. Nauðsynlegt er að skrá börnin í hverja smiðju á sumar.fristund.is en skráning hefst 16. maí klukkan 10:00. Sjá verðskrána í auglýsingunni hér að neðan.

Höllin er einnig með fjölbreytt starf alla virka daga fyrir fötluð börn frá 11. júní – 20. júlí og 7. ágúst – 21. ágúst.

Mikill fjölbreytileiki er í dagskránni og því ættu öll börn á þessum aldri að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Tímabil starfsins er frá 11. júní til 13. júlí. Smiðjurnar fara fram í félagsmiðstöðvunum í hverfinu sem og Gufunesbæ. Einnig verða hóparnir mikið á ferðinni.

Umsjónarmenn með smiðjunum verða:

Foreldrum er bent á að ekki er um vistun að ræða. Mæting í smiðjur er á ábyrgð foreldra. Einnig er mikilvægt að börn komi klædd eftir veðri, með þann útbúnað sem er tilgreindur fyyrir smiðjuna ásamt hollu nesti og vatnsbrúsa.

Athugið að ekki er hægt að nýta frístundakortið í sumarstarf á vegum SFS.

Ef foreldrar geta ekki nýtt sér rafræna innritun geta þeir fengið aðstoð við skráningu. Ekki er hægt að skrá börn í sumarstarf í gegnum síma. Starfsfólk frístundamiðstöðva og Símavers Reykjavíkurborgar (s. 411-1111) getur þó leiðbeint símleiðis ef foreldrar eru við nettengda tölvu.

Smiðjulisti er birtur með fyrirvara um breytingar.

Gjaldskrá 2018 fyrir sumarsmiðjur félagsmiðstöðva fyrir 10-12 ára

Almennt gildir eftirfarandi verðskrá fyrir utan nokkrar dýrari smiðjur en það er tekið fram sérstaklega. Sjá auglýsingu á heimasíðu Gufunesbæjar. 

Sumarsmiðjur verð A
680

Sumarsmiðjur verð B
1.350

 • Ef sumarsmiðja stendur yfir í meira en einn dag er verðið margfaldað með fjölda daga.
 • Innheimt er fyrir smiðjur með einni greiðslu í lok tímabilsins, um miðjan júlí.
 • Ekki er veittur systkinaafsláttur af gjaldi í smiðjur.
 • Vinsamlega athugið að ef hætta á við þátttöku í smiðju þarf að tilkynna það skriflega til viðkomandi frístundamiðstöðvar að minnsta kosti viku áður en smiðja hefst (t.d. fyrir miðnætti á sunnudegi þegar smiðja hefst á mánudegi viku seinna). Ella verður námskeiðsgjald innheimt að fullu

Smiðjulisti birtur með fyrirvara um breytingar

Vikan 11.06-15.06

Mánudagur 11. júní

 • Brönsgerð / dögurður, 9-12, 680 kr.
 • Klifur, útieldun og leikir, 13-16, 680 kr.

Þriðjudagur 12. júní

 • Heimsókn í Þjóðleikhúsið, 9-12, 680 kr.
 • Lasertag, 13-16, 2000 kr.

Miðvikudagur 13. júní

 • Hjólaferð, sund og ís, 9-15, 1350 kr.

Fimmtudagur 14. júní

 • Snúðabakstur, 9-12, 680 kr.
 • Ratleikur á Árbæjarsafni, 13-16, 680 kr.

Föstudagur 15. júní

 • Hellaferð, 9-12, 1350 kr.

Vikan 18.06-22.06

Mánudagur 18. júní

 • Perluskálar og skartgripagerð, 9-12, 680 kr.
 • Pizzugerð, 13-14:30, 680 kr.

Þriðjudagur 19. júní

 • Grímugerð, 9-12, 680 kr.
 • Nerf Terf, 13-16, 680 kr.

Miðvikudagur 20. júní

 • Gufuneseyjan, 9-15, 1350 kr.

Fimmtudagur 21. júní

 • Kleinuhringjagerð, 9-12, 680 kr.
 • Hip hop dans, 13-16, 680 kr.

Föstudagur 22. júní

 • Brjóstsykursgerð, 10-11:30, 680 kr.
 • Brjóstsykursgerð, 11:30-13:00, 680 kr.

Vikan 25.06-29.06

Mánudagur 25. júní

 • Slímgerð og tilraunir, 9-12, 680 kr.
 • Blind Tasting og nammismökkun, 13-16, 680 kr.

Þriðjudagur 26. júní

 • Tie Dye & bolamálun, 9-12, 1350 kr.
 • Húsdýragarðurinn, 13-16, 680 kr.

Miðvikudagur 27. júní

 • Siglunes og Nauthólsvík, 9-15, 1350 kr.

Fimmtudagur 28. júní

 • Badminton og leikir í íþróttasal, 9-12, 680 kr.
 • Konfektgerð, 13-16, 1350 kr.

Föstudagur 29. júní

 • Bogfimi, 9-12, 2000 kr.

Vikan 02.07-06.07

Mánudagur 2. júlí

 • Listasmiðja, 9-12, 1350 kr.
 • Tarzanleikur og Booztgerð, 13-16, 680 kr.

Þriðjudagur 3. júlí

 • Bollakökubakstur&skreytingar, 9-12, 1350 kr.
 • Fótboltagolf og minigolf, 13-16, 2000 kr.

Miðvikudagur 4. júlí

 • Viðeyjarferð, 9-15, 1350 kr.

Fimmtudagur 5. júlí

 • Master Chéf Italiano, 9-12, 1350 kr.
 • Veiðiferð, 13-16, 1350 kr.

Föstudagur 6. júlí

 • Skypark, 11-14, 1350 kr.

Vikan 09.07-13.07

Mánudagur 9. júlí

 • Stuttmyndagerð með Ipad, 9-12, 680 kr.
 • Frisbígolf og grillaðir eftirréttir, 13-16, 680 kr.

Þriðjudagur 10. júlí

 • Spilasmiðja, 9-12, 680 kr.
 • Sushigerð, 13-16, 1350 kr.

Miðvikudagur 11. júlí

 • Ferð í Slakka, 9-15, 3500 kr.

Fimmtudagur 12. júlí

 • Sverðagerð, 9-12, 1350 kr.
 • Bubblebolti, 13-14, 1350 kr.

Föstudagur 13. júlí

 • Lokahátíð, 10-12, 680 kr.

 

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt