Frístundaheimilið Galdraslóð – Kelduskóla

Forsíða / Galdraslóð / Um Galdraslóð

Um frístundaheimilið Galdraslóð

Frístundaheimilið Galdraslóð er staðsett við Kelduskóla-Vík í Grafarvogi. Galdraslóð er eitt af átta starfandi frístundaheimilum sem tilheyra frístundamiðstöðinni Gufunesbæ. Galdraslóð hefur umsjón með skipulagðri frístundadagskrá fyrir börn í 1. – 4.
Dagskrá hefst við lok venjulegs skóladags kl. 13:40 og henni lýkur kl. 17:00.

Frístundaheimilið Galdraslóð er með aðsetur fyrir miðju skólans, í stofu 13 og í stofu 15. Fyrsti bekkur er allajafna í hjartarýminu svokallaða, annar bekkur í stofu 15 og börn í þriðja og fjórða bekk eiga heimastofu í stofu 13 sem við deilum einnig með félagsmiðstöðinni Púgyn.

Við leggjum áherslu á barnalýðræði í starfsemi okkar þar sem börnin velja sjálf hvað þau leika sér með og hverju þau taka þátt í. Boðið er uppá skipulagða dagskrá fyrir alla aldurshópa, frjálst val, smiðjur og klúbbastarf sem börn og starfsfólk finna hugmyndir að í sameiningu. Unnið er eftir myndrænu vali þar sem börnin eiga sitt nafnspjald og með því velja þau sér við hvað þau vilja leika sér hverju sinni. Reglulega fara svo börnin í íþróttasal í eitthvert sprell, á bókasafnið til að eiga rólega stund auk þess sem tölvustofa er í boði einu sinni í viku fyrir börn í 2 – 4 bekk.

Þriðji og fjórði bekkur sitja saman í skiptum hópum í svokölluðum leyniráðum þar sem þau skipuleggja ferðir, þemu og annað sem þeim þykir áhugavert. Haldnir eru fundir á föstudögum og einu sinni í mánuði er svo farið í ferð  sem þau hafa sjálf skipulagt.

Tilgangur frístundaheimilisins er að veita börnunum tækifæri til að stunda frístund við þeirra hæfi. Í Galdraslóð er einnig lögð mikil áhersla á gleði, vináttu, virðingu og að allir fái að vera þeir sjálfir.

 

Um Galdraslóð
Starfsmenn

Starfsmenn Galdraslóðar

Forstöðumaður: Ásgerður Breiðfjörð Ólafsdóttir

Frístundaleiðbeinendur:

Anton Freyr Ársælsson

Bjarni Sindri Bjarnason

Freyja Turner

Gerður Erla Tómasdóttir

Jónas Peisker

Jökull Blængsson

Karen Ósk Sigurðardóttir

Magnús Pétur Bjarnason

  • Ásgerður Breiðfjörð Ólafsdóttir
    Ásgerður Breiðfjörð Ólafsdóttir Forstöðumaður Galdraslóð
  • Magnús Pétur Bjarnason
    Magnús Pétur Bjarnason Frístundaleiðbeinandi m/umsjón
    • Anton Freyr Ársælsson
      Anton Freyr Ársælsson Frístundaleiðbeinandi
      • Jökull Blængsson
        Jökull Blængsson frístundaleiðbeinandi
        • Gerður Erla Tómasdóttir
          Gerður Erla Tómasdóttir Frístundaleiðbeinandi
          • Jónas Peisker
            Jónas Peisker Frístundaleiðbeinandi
            • Karen Ósk Sigurðardóttir
              Karen Ósk Sigurðardóttir Frístundaleiðbeinandi
              • Freyja Turner
                Freyja Turner Frístundaleiðbeinandi
                Starfsáætlun

                Starfsáætlun er í vinnslu

                Gildi
                Contact Us

                We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

                Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt