Góðgerðamarkaður frístundaheimila Gufunesbæjar

 í flokknum: Ævintýraland, Brosbær, Galdraslóð, Gufunesbær, Hvergiland, Kastali, Regnbogaland, Simbað sæfari, Tígrisbær

Í gær, þriðjudaginn 3. desember, var Góðgerðamarkaður frístundaheimila Gufunesbæjar haldinn í 8. sinn. Að venju lögðu margir leið sína í Hlöðuna við Gufunesbæinn til þess að kaupa alls kyns föndur og góðgæti sem börnin eru búin að vera að útbúa undanfarnar vikur. Elstu börnin standa vaktina við afgreiðslu á markaðnum og með sanni má segja að þau stóðu sig frábærlega í því hlutverki í dag. Ágóðinn af sölunni rennur óskiptur til Barnaspítala Hringsins og munu fulltrúar heimilanna fara þangað á næstunni til að afhenda tæplega 400.000 krónur sem söfnuðust að þessu sinni. Frístundaheimilin þakka öllum sem komu á markaðinn og lögðu þessu góða málefni lið.

  

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt