Grafarvogsdagurinn n.k. sunnudag

 í flokknum: Ævintýraland, Brosbær, Dregyn, Fjörgyn, Galdraslóð, Gufunesbær, Höllin, Hvergiland, Kastali, Púgyn, Regnbogaland, Sigyn, Simbað sæfari, Tígrisbær
sunnudagur, 3. júní 2018

Grafarvogsdagurinn, hverfishátíð Grafarvogsbúa, fer nú fram í 21. sinn sunnudaginn 3. júní. Fjölbreytt dagskrá í boði meðal annars keilukennsla, zumba undir berum himni, varðeldur, klifurturn og rathlaup. Hvetjum alla til að mæta og gera sér glaðan dag.

Helstu dagskrársvæðin að þessu sinni verða í og við Egilshöll, Félagsmiðstöðinni Borgum, á Korpúlfsstöðum og í Gylfaflötinni þar sem verslunin Krumma og Landsnet bjóða til viðamikillar dagskrár. Auk þess mun Grafarvogskirkja bjóða fólk hjartanlega velkomið til sín sem og Frístundamiðstöðin Gufunesbær og Grafarvogslaug sem bjóða upp á skemmtidagskrá.

Nánari upplýsingar má nálgast hér á facebook

Hér má nálgast Grafarvogsdags bæklinginn

 

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt