Grafarvogsleikar í vikunni

 í flokknum: Dregyn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Gufunesbær, Púgyn, Sigyn

Nú í vikunni er mikið um að vera hjá unglingum Grafarvogs þar sem Grafarvogsleikarnir fara fram. Grafarvogsleikarnir eru keppni á milli allra félagsmiðstöðva í Grafarvogi þar sem keppt er í hinum ýmsu íþróttum og þrautum. Hver félagsmiðstöð sér um að skipa sín lið sem taka þátt en alla keppnisdagana eru einnig greinar í boði sem allir geta tekið þátt í, eins og t.d. stígvélakast. Leikarnir hófust á mánudagskvöld með fyrsta keppniskvöldi sem haldið var í félagsmiðstöðinni Dregyn. Þar fjölmenntu unglingar Grafarvogs til þess að keppa, fylgjast með og hvetja liðsfélaga sína áfram, það var mikil stemning í húsi og eftirvænting fyrir vikunni mikil. Næsta keppniskvöld er haldið í félagsmiðstöðinni Púgyn á miðvikudagskvöldið. Leikarnir klárast svo á föstudaginn með nokkrum keppnisgreinum seinnipartinn í Sigyn og loks stóru balli um kvöldið í Fjörgyn þar sem Club-dub mætir á svæðið og Grafarvogsleikameistarar verða krýndir.

 

Grafarvogsleikaballið
Hápunktur vikunnar verður á föstudagskvöldið þegar Grafarvogsleikaballið er haldið. Ballið verður í Fjörgyn – Foldaskóla og miðaverð er 1700 kr. Hægt verður að kaupa miða á 1500 kr í forsölu á öllum keppniskvöldum. 

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt