Grafarvogsleikarnir – Til hamingju Fjörgyn

 í flokknum: Dregyn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Gufunesbær, Púgyn, Sigyn

Hinir árlegu Grafarvogsleikar voru haldnir vikuna 24. – 28. september síðastliðin. Þar kepptust félagsmiðstöðvarnar í hverfinu um farandbikarinn góða og heiðurinn að geta titlað sig Grafarvogsleikameistara árið 2018.

Keppt var í fótbolta, blindstýringu, spretthlaupi, langstökki og Nerf skotkeppni, dodgeball, bandý, borðtennis, pool, kappáti, pílukasti og málað á striga, körfubolta, Fortnite, Fifa, Hungry Hippo, að senda sms, fótboltaspil, hugaríþróttir og Minute to win it.

Eftir þrjá annríka daga var það félagsmiðstöðin Fjörgyn sem hafði sigurinn annað árið í röð. Sigrinum var fagnað á Grafarvogsleikaballinu sem er uppskeruhátíð eftir leikana. Allur sá fjöldi af unglingum sem tók þátt stóð sig frábærlega vel og voru allir félagsmiðstöðinni sinni til fyrirmyndar.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt