í flokknum: Dregyn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Gufunesbær, Óflokkað, Púgyn, Sigyn

Grafavogsleikarnir hefjast formlega í dag í Fjörgyn (Foldaskóla). Þetta er einn af þessum viðburðum sem hefur fest sig í sessi hjá okkur og erum við alltaf ótrúlega spennt að taka þátt. Það hefur þó reynst okkur erfitt að vinna leikana…sem er alveg óskiljanlegt, þar sem unglingar okkar eru bestir og býr mikill talent í þeim öllum. Þannig við starfsfólkið erum búin að leggja mikið á okkur að hvetja þau til dáða og ná þeim í góðan fíling sem virðist vera að virka. Í ÁR VERÐUM VIÐ GRAFAVOGSLEIKA MEISTARAR! (gat ekki annað en skrifað þetta í capslock).

Ekki skemmir að á fimmtudaginn enda leikarnir á RISA stóru sameiginlegu balli og munu Chase, Jói Pé og Króli spila og trylla líðinn. Ef þú ert ekki að fatta hvaða tónlistarmenn þetta eru,  þá er það alveg skiljanlegt. Þetta eru hipphopp/rap/pop tónlistarmenn sem eru búnir að skjótast hratt upp á vinsældarlistan hjá unglingunum og hjá okkur starfsfólkinu. Hér er linkur að þeirra nýjasta smell sem við gjörsamlega elskum https://www.youtube.com/watch?v=qIU9RkQV2xg

Dagskrá Grafavogsleikana hljómar svona:
Mánudagur
Hvar: Fjörgyn (Foldaskóli)
Mæting: 19:00
Keppt verður í: Dodgeball, Borðtennis, pool, pílukasti, mála á striga, bandý, kappát og snapchat.
Þriðjudagur
Hvar: Púgyn (Víkurskóla)
Mæting: kl 19:00
Keppt verður í: Fótboltaspil, Fífa17, körfubolta, SMS keppni, hugaríþróttir, Rocket League og Hungry Hippo
Miðvikudagur
Hvar: Egilshöll
Mæting: kl 19:00
Keppt verður í: Fótbolta, langstökki, blindstýringu, nerf skotkeppni og spretthlaupi
Fimmtudagur
Hvar: Sigyn (Rimaskóla)
Mæting: kl 20:00
Ballið <3 allir mæta og fagna þessum frábærum leikum og tilkynnt verður hver hefur unnið leikana árið 2017.
Verð á ball: 500 kr.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt