Grafavogsleikarnir og ballið

 í flokknum: Dregyn

Grafavogsleikarnir í ár voru með þeim skemmtilegri og voru unglingarnir í Grafarvoginum ótrúlega dugleg að mæta. Við í Dregyn vorum með keppendur í öllum greininum en okkur tókst ekki að hreppa titilinn að sinni. Félagsmiðstöðin Fjörgyn vann í ár og óskum við þeim hjartanlega til hamingju.

Grafavogsleika ballið er fyrsta sameiginlega ballið okkar. Það er alltaf gaman að gera eitthvað annað með hinum félagsmiðstöðunum. Við fengum til okkar vinsælustu tónlistarmennina til að troða upp og vá, hvað þeir voru tryllt góðir. Við erum að tala um Króla, JóaPé og Chase. Þið sem eruð á eldri kanntinum og við ekki hvað við erum að tala um þá hljótið þið að hafa heyrt orðin „slaggur, njódda og livva“ Þeir eru strákarnir á bak við þetta skemmtilega lag og slangur. Gaman að vera með tónlistar menn sem rappa um eitthvað annað en að vera „harður, dópa, eiga nóg af peningum“. Mælum eindregið með því að þið farið inná youtube og hlustið á þá eða smella á þenna link https://www.youtube.com/watch?v=qIU9RkQV2xg     

En okkur langar að deila nokkrum myndum af yndislegu unglingunum okkar sem kepptu á Grafavogsleikunum sjálfum. Við náðum alls ekki góðum árangri eeen það stóðu sig allir með stakri prýði og eru þau alltaf til fyrirmyndar hvert sem við förum.

Dodgeball liði okkar

Bandý keppendurnir

KK körfubolta liði

KVK körfuboltaliði okkar

Olgeir, Einar og Emil

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt