í flokknum: Ævintýraland, Brosbær, Dregyn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Frístundaheimili (6-9ára), Galdraslóð, Gufunesbær, Höllin, Hvergiland, Kastali, Púgyn, Regnbogaland, Sigyn, Simbað sæfari, Tígrisbær

Fimmtudaginn 16. maí var Höfuð í bleyti haldið fyrir starfsfólk í frístundastarfi í Reykjavík. Þar hittust starfsmenn frístundamiðstöðva, félagsmiðstöðva og frístundaheimila í Reykjavík og sögðu frá þróunarverkefnum, reynslusögum, skemmtilegum tilraunum og áhugaverðum samstarfsverkefnum.

Frístundamiðstöðin Gufunesbær kynnti sjö verkefni

  • Kynfræðsla í skóla- og frístundastarfi  – Áslaug Einarsdóttir, forstöðumaður í félagsmiðstöðinni Fjörgyn
  • Hjólaferð á hálendinu – Helga Hjördís Lúðvíksdóttir og Bjarki Þórðarson í félagsmiðstöðinni Púgyn
  • Rafíþróttaver í Gufunesbæ – Inga Lára Björndsdóttir deildarstjóri unglingasviðs í Gufunesbæ
  • Útifrístund 6 ára barna í Regnbogalandi – Elva Hrund Þórisdóttir, forstöðumaður í frístundaheimilinu Regnbogalandi
  • Hópstjórar í sumarstarfi Hallarinnar – Jódís Lilja Jakobsdóttir, forstöðumaður og Friðrik Sigurðsson frístundaleiðbeinandi í félagsmiðstöðinni Höllinni.
  • Sameiginlegir viðburðir frístundaheimila Gufunesbæjar – Ásrún Ýr Rúnarsdóttir, forstöðumaður í frístundaheimilinu Tígrisbæ, Erla Bára Ragnarsdóttir forstöðumaður í frístundaheimilinu Kastala og María Una Óladóttir forstöðumaður í frístundaheimilinu Brosbæ.
  • Jólaferð 10-12 ára í Gufunesbæ – Stefanía Ýr Stefánsdóttir, frístundaleiðbeinandi í félagsmiðstöðinni Púgyn.

Tvö verkefni hlutu Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur fyrir skólaárið 18-19. Við í Gufunesbæ erum afar stolt af okkar frábæra starfsfólki sem leggur metnað sinn í að bjóða upp á faglegt og gott frístundastarf. Við val á verðlaunahöfum var haft til hliðsjónar að verkefnið sé öðrum til eftirbreytni og hvatning til góðra verka, svo og að fjölbreytt verkefni fái viðurkenningu. Til hamingju elsku starfsfólk í félagsmiðstöðinni Höllinni og félagsmiðstöðinni Fjörgyn!

Kynfræðsluverkefni í Fjörgyn

Kynfræðsla í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurráð ungmenna hefur ítrekað óskað eftir aukinni kynfræðslu, meiri fjölbreytileika, frekari áherslu á félagslega þætti kynhegðunar og að fræðslan byrji fyrr á skólagöngunni. Samráðshópur lagði til tillögur að stefnumótun í kynfræðslu og í vetur fór af stað þróunarverkefni í tveimur hverfum í borginni. Aldrei áður hefur verið gerð heildstæð og samræmd áætlun um kynfræðslu í Reykjavík, þar sem þrjár fagstéttir koma að fræðslunni. Verkefnið er sett upp sem þriggja ára tilraunaverkefni, sem verður svo nýtt til að innleiða breytingarnar á aðra starfsstaði. Áslaug Einarsdóttir, forstöðukona í félagsmiðstöðinni Fjörgyn, Gufunesbæ, og Kári Sigurðsson, aðstoðarforstöðumaður í
félagsmiðstöðinni Hólmaseli, Miðbergi.

Hópstjórar í sumarstarfi Hallarinnar

Sumarið 2018 fór félagsmiðstöðin Höllin af stað með hópstjóraverkefni fyrir unglingana í Höllinni sem voru skráðir í Vinnuskólann. Markmið  verkefnisins var að gefa nokkrum drengjum í unglingadeild ábyrgðarhlutverk þar sem þeir þurftu að vera fyrirmyndir og aðstoða starfsfólk við að framkvæma dagskrá sumarsins í Höllinni

 

 

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt