Frístundaheimilið Hvergiland – Vættaskóla/Borgum

Home » Hvergiland » Um Hvergiland

Um frístundaheimilið Hvergiland

Frístundaheimilið Hvergiland er staðsett við Vættaskóla-Borgir í Grafarvogi.  Hvergiland er eitt af átta starfandi frístundaheimilum sem tilheyra frístundamiðstöðinni Gufunesbæ.  Hvergiland tók til starfa haustið 2003 og flutti inn í skóla haustið 2012.

Frístundaheimilið Hvergiland er staðsett í stofum 110, 111 og 112 inn í Vættaskóla, Borgir.  Einnig samnýtum við kennslustofur og íþróttahúsið eftir samkomulagi við skóla. Í frístundaheimilinu er staðsett gott eldhús þar sem börnin snæða síðdegishressingu.

Við leggjum áherslu á barnalýðræði í starfsemi okkar auk þess að vinna eftir fjölgreindarkenningu Howard Gardners með það að leiðarljósi að bjóða uppá fjölbreytt starf fyrir öll börn.

Boðið er uppá skipulagða dagskrá fyrir alla aldurshópa. Innra skipulag er byggt upp þannig að yngstu börnin fá mest frjálsan leik en tilboðum fjölgar svo eftir því sem þau verða eldri.  Hópa og klúbbastarf er sniðið eftir aldri og þroska barnanna en einnig eftir áhugasviði þeirra og hafa þau áhrif á hvað er í boði.

Vikulega erum við með barnaráð sem skipuleggur komandi föstudag. Þá er dregið í ráðið á þriðjudegi og ráðið fundar svo strax og skipuleggur hvað verður í boði og hvernig þema verður. Börnin fá eins frjálsar hendur og hægt er varðandi skipulag og þurfa sjálf að útbúa það sem þarf, ef það þarf.

Öll börn í Hvergilandi fá að sitja einu sinni hvern vetur í barnaráði og 1. bekkur verða fulltrúar eftir áramót.

Um Hvergiland
Starfsmenn

Starfsmenn

 • María Una Óladóttir
  María Una Óladóttir Forstöðumaður í Brosbæ
 • Bjarki Freyr Sigurðarson
  Bjarki Freyr Sigurðarson Frístundaleiðbeinandi

  Vinnur þriðju-, miðviku- og fimmtudaga

  • Harpa Lind Guðnadóttir
   Harpa Lind Guðnadóttir Frístundaráðgjafi

   Vinnur alla daga

   • Sigurður Björn
    Sigurður Björn Frístundaleiðbeinandi

    Vinnur alla daga

    • Margrét Kristjánsdóttir
     Margrét Kristjánsdóttir Frístundaleiðbeinandi með umsjón

     Vinnur mánudaga til fimmtudaga

     • Ásdís Erla Bjarnhéðinsdóttir
      Ásdís Erla Bjarnhéðinsdóttir Frístundaleiðbeinandi

      Vinnur þriðju-, miðviku- og fimmtudaga

      • Valgerður Jóhannesdóttir
       Valgerður Jóhannesdóttir Frístundaleiðbeinandi

       Vinnur mánu- og föstudaga

       • Birna Sif Kristinsdóttir
        Birna Sif Kristinsdóttir Frístundaráðgjafi

        Vinnur þriðju- og fimmtudaga

        • Grétar Óskarsson
         Grétar Óskarsson Frístundaleiðbeinandi með umsjón

         Vinnur alla daga

         • Helga Valtýsdóttir
          Helga Valtýsdóttir Frístundaleiðbeinandi

          Vinnur alla daga

          Starfsáætlun

          Starfsáætlun…

          Gildi
          Contact Us

          We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

          Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt