í flokknum: Dregyn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Gufunesbær, Höllin, Púgyn, Sigyn

Helgina 6-8. október var Landsmót Samfés haldið á Egilsstöðum. Samfés stendur fyrir mótinu en það eru samtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi. Landsmótið er haldið að hausti ár hvert og er staðsetning þess breytileg. Markmið mótsins er að fulltrúar félagsmiðstöðva landsins, þ.e. stjórnir unglingaráða eða aðrir unglingar sem félagsmiðstöðin kýs að senda fyrir sína hönd, hafi vettvang til að mynda tengsl og fá nýjar hugmyndir sem hægt er að nýta í starfi félagsmiðstöðva.

Í ár fóru tveir starfsmenn með níu manna hóp úr félagsmiðstöðvum Grafarvogs. Landsmótið stóð yfir frá föstudegi til sunnudags og var dagskráin þétt. Á föstudagskvöldinu fór fram kosning í Ungmennaráð Samfésar þar sem Elva María Birgisdóttir úr Fjörgyn var kosin inn sem aðalmaður Reykjavík Austur. Fyrsti fulltrúi Grafarvogs í langan tíma. Á laugardeginum fóru ungmennin í umræðu- eða afþreyingarsmiðjur, tengdar starfi félagsmiðstöðva. Ungmennin voru hæstánægð með smiðjurnar og eru strax farin að hugsa út í leiðir og útfærslur til að færa það sem þau lærðu inn í sína félagsmiðstöð.  Á sunnudeginum var mótinu lokað með landsþingi ungs fólks og svo var haldið aftur heim. Eftir mikla keyrsluhelgi kom hópurinn þreyttur heim, en reynslunni og vinunum ríkari!

-Áslaug Einarsdóttir (forstöðukona í Fjörgyn).

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt