Leiksýningin Töfrataskan

 í flokknum: Gufunesbær, Kastali, Óflokkað

Leiklistarhópur Kastala hefur undanfarna mánuði verið að æfa leikritið Töfrataskan. Leiklistarhópinn skipa stelpur í 3. og 4. bekk. Töfrataskan byggir á ýmsum Disney ævintýrum og koma þar við sögu Aladdín, Sí og Am kettirnir, Simbi og Nala, Aríel hafmeyja, Anna og Elsa og sögukonan Mary Poppins. Stelpurnar stóðu sig frábærlega og skemmtu sér konunglega. Leikstjórinn er eins og fyrri ár Þórný Helga og á hún stórt klapp skilið fyrir frábært utanumhald.

Foreldrar, fjölskylda, vinir og aðstandendur fylltu hátíðarsalinn í Húsaskóla þar sem sýningin fór fram, miðvikudaginn 28. febrúar kl. 17:10 og hjálpaði starfsfólk Kastala við förðun, búninga og hárgreiðslu – Takk Esther og Regína María.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt