Home » Miðstöð útivistar og útináms » Frístundagarðurinn

 Frístundagarðurinn við Gufunesbæ

Athugið, þessi síða er í vinnslu…
Dagatalið og bókunarkerfið hér að neðan er

er einnig í vinnslu og virkar ekki

Á svæðinu er gamall tólf metra hár súrheysturn sem nýttur hefur verið fyrir veggjaklifur. Boðið er bæði upp á klifurleiðir inni í turninum sem og utan á honum. Leiðirnar eru mis erfiðar, en allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Vinsældir klifurs hafa aukist mikið undanfarið enda geta allir tekið þátt og látið reyna á eigin getu og þor. Klifur er SFS að kostnaðarlausu, milli kl. 09:00 – 16:00.

Útieldun hefur verið að ryðja sér til rúms á Íslandi á síðustu árum. Á útivistarsvæði Gufunesbæjar hefur verið hönnuð skemmtileg aðstaða til útieldunar. Hópar geta komið og nýtt sér aðstöðuna, sér að kostnaðarlausu.

Öll tæki og tól eru til staðar og eina sem þarf er að koma með hressan hóp og hráefnið. Hægt er að fá hjálp við undirbúning og framkvæmd ef óskað eftir.

Góð grillaðstaða er á svæðinu og hægt er að nýta sér hana þegar komið er með hópa á staðinn. Það er tilvalið að taka með sér eitthvað á grillið til að brjóta upp daginn eða til að enda daginn.

Grillin sem eru á svæðinu eru kolagrill og því þarf að taka með sér kol, grillvökva og eldfæri, en að öðru leyti er aðstaðan að kostnaðarlausu.

Í Gufunesi er átján holu frisbígolfvöllur og er öllum heimill aðgangur sér að kostnaðarlausu. Það er tilvalið að koma með hópa í folf og taka nokkrar holur. Sex holu hringur er ákjósanlegur og tekur það um klukkustund fyrir hóp að fara hann. Folf er einfaldur og skemmtilegur leikur sem hentar öllum aldurshópum. Á milli kl. 8:00 – 16:00 er hægt að fá lánaða frisbídiska og skorkort að kostnaðarlausu.

Við Gufunesbæ eru þrír samliggjandi strandblaksvellir, fullbúnir með ekta hvítum skeljasandi. Hægt er að fá lánaða blakbolta á meðan starfsemi er á svæðinu, en annars er öllum frjáls aðgangur að þeim, sér að kostnaðarlausu.

Glæsileg hjólabrettaaðstaða er til staðar í Gufunesi og er hún opin öllum. Aðstaðan hefur að bjóða „pípur“, rampa og palla sem allir áhugasamir ættu að prófa.

Á útisvæði Gufunesbæjar er föst rathlaupabraut þar sem mögulegt er að hlaupa á milli 20 staura í krefjandi og skemmtilegu umhverfi. Upplagt er að koma með skólahópa og leyfa þeim að spreyta sig á brautinni.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt