Lundurinn

Lundurinn er tilraunaverkefni hjá okkur núna á haustönn. Þétt hefur verið bókað í ,, Úti er ævintýri“ síðustu misseri sem dagsett er á mánudögum og miðvikudögum og höfum við því ákveðið að opna fyrir skráningu á aðstöðunni í Lundinum.

Þetta þýðir að frístundaheimili og leik-og grunnskólar geta bókað sig í Lundinn á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum en þá er ekki skipulögð dagskrá á svæðinu hjá okkur.

Bókun á Lundinum felur í sér aðgang að Lundinum með upphituðu topptjaldi eð bekkjum. Dagskráin er síðan alfarið í höndum þess sem bókar eða kemur með hópinn sinn á svæðið.

Þeir sem fara á námskeiðið ,,Lundurinn“ í námskeiðsseríunni ,,Út vil ek“ hafa kost á að nýta þau verkefni sem í boði verða á haustönn hjá okkur hér hjá MÚÚ. Skilyrði til að nýta verkefnin er að koma á námskeiðið.

Reglur og umgengni:

  • Mikilvægt er að allir séu klæddir eftir veðri og vindum þannig að öllum líði vel.
  • Mikilvægt er að hitablásarinn sé látinn vera þar sem hann hitnar og getur verið hættulegur er fiktað er í honum.
  • Minnum á að hópar eiga að ganga frá Lundinum eins og þeir komu að honum.

Skráning

Smelltu hér til að skrá þig á Lundinn

Nánari upplýsingar

Smelltu hér til að senda tölvupóst á uti@gufunes.is

Lundurinn
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt