Lundurinn

Lundurinn er notaleg útikennslustofa á útivistarsvæðinu við Gufunesbæ. Lundurinn hefur verið notaður fyrir heimsóknir í ,, Úti er ævintýri“, en þar sem sú dagskrá er alltaf fullbókuð höfum við opnað aðgengi að Lundinum fyrirð aðra hópa á þeim dögum sem dagskrá Úti er ævintýri er ekki í gangi.

Þetta þýðir að leik-og grunnskólar og frístundamiðstöðvar  geta bókað sig í Lundinn á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum en þá er ekki skipulögð dagskrá á svæðinu hjá okkur.

Bókun á Lundinum felur í sér aðgang að Lundinum með upphituðu topptjaldi eð bekkjum. Dagskráin er síðan alfarið í höndum þess sem bókar eða kemur með hópinn sinn á svæðið.

Þeir sem fara á námskeiðið ,,Lundurinn” í námskeiðsseríunni ,,Út vil ek” hafa kost á að nýta þau verkefni sem í boði verða á haustönn hjá okkur hér hjá MÚÚ. .

Reglur og umgengni:

  • Mikilvægt er að allir séu klæddir eftir veðri og vindum þannig að öllum líði vel.
  • Mikilvægt er að hitablásarinn sé látinn vera þar sem hann hitnar og getur verið hættulegur er fiktað er í honum.
  • Minnum á að hópar eiga að ganga frá Lundinum eins og þeir komu að honum.

Skráning

Smelltu hér til að skoða skráningar og dagsetningar. Lokað hefur verið fyrir skráningar en ef þið finnið heppilega dagsetningu sem er laus þá sendið endilega póst með því að ýta á takkann hér við hliðina.

Nánari upplýsingar

Smelltu hér til að senda tölvupóst á uti@gufunes.is

Lundurinn
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt