Velkomin í Perluna

Í samstarfi við Reykjavíkurborg mun Perla norðursins bjóða nemendum í grunnskólum borgarinnar í fræðslukynningu á náttúrusýningu Perlunnar.

Náttúrusýningin í Perlunni hefur það að markmiði að gera íslenskri náttúru hátt undir höfði og gera gestum kleyft að njóta undra hennar innan borgarinnar. Tæknin er nýtt til að skapa einstaka upplifun og deila fræðsluefni á nýjan og spennandi hátt.

Nemendur í 4. og 8.bekk er boðið í heimsókn á sýninguna Undur íslenskrar náttúru og Vatnið í náttúru Íslands en þessar tvær sýningar tengjast vel námsefni nemenda á þessum tveimur skólastigum.

Í Aðalnámskrá grunnskóla skiptast hæfniviðmið um viðfangsefni námsefnis nemenda niður í fimm eftirfarandi þætti;

  • Að búa á jörðinni.
  • Lífsskilyrði manna.
  • Náttúra Íslands.
  • Heilbrigði umhverfisins.
  • Samspil vísinda tækni og þróunar í samfélaginu.

Þessi hæfniviðmið tengjast mjög vel þessum tveimur fræðslukynningum sem Perlan býður upp á.

Heimsóknirnar  hefjast þann 14. janúar og verða til 23. maí n.k. en þeim verður skipt niður í tvær lotur;

  • 4. bekkur frá 14.janúar til 19.mars 2019.
  • 8. bekkur frá 20.mars til 23. maí 2019.

Tímaás heimsóknarinnar er frá kl. 09:00 til kl. 10:30 alla virka daga á þessu tímabili fyrir utan þá daga sem nemendur eru í vetrar- og páskafríi.

Ferðastyrkur að upphæð 20.000 kr. er í boði til þeirra skóla sem vilja nýta sér rútu til að komast á staðinn.

Smelltu hér til að skrá 4.bekk í heimsókn í Perluna Museum

Smelltu hér til að skrá 8.bekk í heimsókn í Perluna Museum

Perlan Museum
Perlan Museum
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt