Home » Miðstöð útivistar og útináms » Úti er ævintýri – Heimsóknir

 Úti er ævintýri – Heimsóknir

Þegar vorið kallar á þig (2018)

SKRÁNING Í ÞESSAR HEIMSÓKNIR OPNAR KL 10:00 18. APRÍL 2018.

Tímabilið er 30. apríl-25. maí (mánudagar, miðvikudagar og föstudagar).

 • „Köngull og könguló“
  • Leikskóli & 1. – 2. bekkur grunnskóla
   • Í þessari heimsókn í Gufunesbæ þá ætlum við að sjá hvaða líf er að vakna til lífsins á þessum árstíma og hvaða hlutverk það hefur á lífskeðjuna. Hvað leynist undir trénu eða moldinni? Við ætlum að rannsaka nokkur svæði hér á svæðinu okkar og njóta þess sem það hefur upp á að bjóða.
 • Vatn
  • 1-7 bekkur grunnskóla
   • Skemmtilegt verkefni þar sem nemendur fá tækifæri til að hugsa um hvað vatnið er dýrmætt og að það er ekki endalaus náttúruauðlind. Nemendur fræðast um nauðsyn þess að hafa aðgang að hreinu vatni og velta því fyrir sér hvernig maðurinn notar vatn við hinar ýmsu athafnir. Kanna líka muninn á hreinu vatni og menguðu ásamt því að gera sér grein fyrir hvað vatnið er dýrmætt.
 • Tré
  • 1– 7. bekkur grunnskóla
   • Skemmtileg æfing og verkefni þar sem nemendur fá að kynnast trjánum á nýjan hátt. Þeir fræðast um mismunandi tré, læra að mæla hæð þeirra og aðferðir við að meta aldur trjáa. Þetta er framkvæmt með því að skoða tréin vel, þreifa á þeim og sjá hvað er einkennandi fyrir hverja tegund fyrir sig.
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt