Home » Miðstöð útivistar og útináms » Úti er ævintýri – Heimsóknir

Úti er ævintýri – Heimsóknir

Haustar að ( 17.september – 31.október )

VATN

  1. – 7. bekkur grunnskóla

Skemmtilegt verkefni þar sem nemendur fá tækifæri til að hugsa um hvað vatnið er dýrmætt og að það er ekki endalaus náttúruauðlind. Nemendur fræðast um nauðsyn þess að hafa aðgang að hreinu vatni og velta því fyrir sér hvernig maðurinn notar vatn við hinar ýmsu athafnir. Þeir kanna muninn á hreinu vatni og og menguðuð. Þetta verkefni er unnið út frá námsefni nemenda á þessum skólastigum.

Jólin koma ( 26.nóvember – 17.desember)

JÓLASAGA

Leiksskóli og 1. – 2. bekkur grunnskóla

Í aðdraganda jólanna er um að gera að koma með nemendur í Gufunesbæ og eiga þar skemmtilega jólastund. Nemendum er boðið í lundinn þar sem lesin verður skemmtileg og spennandi jólasaga í jólatjaldinu ásamt heitum drykk.

 

JÓLARATLEIKUR

  1. – 7. bekkur grunnskóla

Jólaratleikurinn byggir á fræðslu um ólíka siði og venjur sem tíðkast við jólahald í ýmsum löndum. Hvaðan kemur jólasveinninn? Af hverju er jólasokkurinn hengdur á arinhilluna í sumum löndum? Hvaðan kemur jólatréð? Hvernig eru jólin haldin í Rússlandi? Í þessum jólaratleik verður leitað svara við þessum spurningum ásamt fleirum á skemmtilegan og fræðandi hátt.

Vetrartíð ( 21.janúar- 28.febrúar)

HULDUFÓLK Í HÖMRUNUM

Elsta deild leikskólans og 1. – 2. bekkur grunnskóla

Í þessu verkefni er farið í leiðangur um álfa- og huldufólksbyggðina í Gufunesi. Í leiðangrinum gefst nemendum kostur á að upplifa íslenska menningu og náttúru í gegnum þjóðsögur sem tengjast þorranum.

 

ÞORRARATLEIKUR

  1. – 7. bekkur grunnskóla

Í þessu verkefni leynist skemmtilegur fróðleikur um Þorrann og goðafræðina. Nemendur upplifa íslenska menningu í gegnum þjóðsögu og ratleik á útisvæðinu okkar hér í Gufunesbæ.

 

Þegar vorið kallar á þig ( 6.maí- 24.maí)

GUFUNESEYJAN

7.- 9. bekkur grunnskóla

Í verkefninu Gufuneseyjan fléttast ákveðnir þættir aðalnámskrár saman við “survivor“/eyðieyju þema. Verkefnið felur í sér heilmikla hreyfingu þar sem þátttakendur þurfa að klifra, ganga, skjóta af boga og kasta svo eitthvað sé nefnt. Einnig er farið yfir grunnþætti útieldunar, grunnþætti rötunar ásamt því að þátttakendur þurfa að reisa sér skýli.

 

LÍTIL SKÓGARFERÐ

1.- 7. bekkur grunnskóla

Í þessari skógarferð munu nemendur kynnast trjánum og umhverfi þeirra. Hvar lifa tré? Hverjir búa í og við tré? Hvernig notum við tré og aðrar skógarafurðir? Í þessu verkefni verður leitað svara á skemmtilegan og fræðandi hátt.

 

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt