Vísindakistan

Í stuttu máli snýst vísindakistan um að auka aðgengi leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva að einu fallegasta útivistarsvæði í Reykjavík, Elliðaárdal og nota það markvisst í starfi með börnum og unglingum.

Vísindakistan bíður upp á:

  • tæki og tól sem hægt er að nota í útinámi,
  • hugmyndir að verkefnum
  • klósettaðstöðu
  • skjól ef á þarf að halda.

Hvað kostar?

Aðstaða og útbúnaður er notendum að kostnaðarlausu.

Skráning

Til að nota aðstöðuna er nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram og fá staðfestingu á móttöku skráningar. Upplýsingar um aðgengi að vísindakistu eru sendar í móttökupósti. Til að skrá þig skaltu nota skráningarhnappinn hér fyrir neðan.

[ ]

[ ]

[ ]

[ ]

Nánari upplýsingar

Smelltu hér til að senda tölvupóst á uti@gufunes.is

Elliðaárdalur

Elliðaárdalur er með stærri útivistarsvæðum í borginni. Dalurinn dregur nafn sitt af Elliðaánum sem falla um 6 km leið frá upptökum í Elliðavatni að ósum í Elliðaárvogi. Jarðfræði Elliðaárdals er margbreytileg. Í dalnum og næsta nágrenni má finna jarðlög sem spanna seinni hluta ísaldar og hlýskeið nútíma. Gróðurfar í Elliðaárdal er mjög fjölbreytt en ber sterk merki umsvifa mannsins, einkum landbúnaðar og skógræktar. Tegundafjölbreytni er mikil og áberandi að þar finnast bæði innlendar tegundir og aðfluttar, bæði gróðursettar plöntur og sjálfssánir slæðingar. Helstu gróðurlendi í dalnum eru mýrar, mólendi, vallendi, blómlendi og skóglendi. Dýralíf í dalnum er umtalsvert en hefur mótast gegnum tíðina af þeim breytingum sem átt hafa sér stað í dalnum t.d. með skógrækt, stíflun Elliðaánna, uppfyllingum í Elliðavogi o.s.f.v.
[Textinn er fenginn úr skýrslunni SJÁLFBÆR ELLIÐAÁRDALUR – STEFNA REYKJAVÍKUR, Lokaskýrsla starfshóps, 27. apríl 2016.]

Elliðaárdalurinn – útivistaraparadís

 

Í skíðahúsinu við Ártúnsbrekku er að finna ýmis tæki og tól sem hægt er að nota í útinám 

Vísindakistan
Rathlaupskort af ElliðaárdalSmelltu á myndina til að sjá pdf skjal.
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt