Forsíða / Verkefni

Vísindakistan – verkefni

Hér fyrir neðan er að finna nokkur verkefni sem hægt er að framkvæma með auðveldum hætti á svæðinu. Auðvitað er sjálfsagt mál að koma og nýta sér aðstöðuna, tæki og tól en framkvæma sín eigin verkefni….

 

Að þekkja tré – miðstig 

Skemmtileg æfing og verkefni þar sem börn fá að kynnast trjánum á nýjan hátt.

Tenging við Aðalnámskrá grunnskóla
• Að börn geti lýst reynslu sinni með athugun og upplifun af lífverum í náttúrulegu umhverfi.
• Að börn geti lýst einkennum plantna og dýra og stöðu þeirra í náttúrunni.
• Að börn geti fræðst um tengsl þeirra innbyrðis og við umhverfi sitt.

Tilgangur og markmið
• Að börn kynnast því að tré eru ólík og að engin tré eru eins.
• Að börn læra að mæla hæð þeirra og aðferðir við að meta aldur trjáa.
• Að börn geta greint og þekkt trén með því að skoða þau vel, þreifa á þeim og átta sig á því sem einkennir tegundirnar.
• Að börn æfa verklegar aðferðir við mælingar á trjánum.

Stutt lýsing
Við komuna í Vísindakistuna tekur kennarinn/starfsmaðurinn fram spjald með upplýsingum um verkefnið. Til að kynna verkefnið fyrir börnunum þá er farið í að fjalla um hinar ýmsu trjátegundir, skógrækt og aldur trjáa. Síðan er útskýrt fyrir hópnum hvernig hann á að kynnast trjánum á nýstárlegan hátt og hvernig áætla má hæð og aldur trésins. Börnunum er síðan skipt upp í pör og fara þau um áður ákveðið svæði í Elliðaárdalnum og skoða trén.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt