í flokknum: Dregyn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Gufunesbær, Höllin, Púgyn, Sigyn

Á dögunum komu út stuttmyndir um stafrænt kynferðisofbeldi. Við hvetjum alla til að horfa á stuttmyndirnar. Þær má finna á heimasíðunni: www.myndinafmer.com

Þar má finna alls konar gagnlegar upplýsingar meðal annars:

12 GÓÐ RÁÐ HVERNIG VIÐ GETUM VERIÐ HLUTI AF LAUSNINNIofbeldi.

1. EKKI DREIFA EÐA SKOÐA NEKTARMYNDIR SEM VORU EKKI ÆTLAÐAR ÖÐRUM

Að dreifa nektarmyndum án leyfis þess sem a myndefninu sést er gróft brot, sem getur haft langvarandi áhrif á líf viðkomandi. Að skoða nektarmyndir sem voru ekki ætlaðar þér er innrás í einkalíf einstaklingsins á myndinni og ef þú gerir slíkt ertu að taka þátt í stafrænu kynferðisofbeldi.

​2. EKKI FALSA NEKTARMYNDIR AF ÖÐRUM

Photoshop er stórkostlegt verkfæri, en getur eyðilagt líf annarra ef það er notað með skaðlegum hætti. Falsaðu aldrei nektarmyndir af öðrum, ekki einu sinni í gríni.

​3. NEKTARMYNDIR AF EINSTAKLINGUM UNDIR 18 FLOKKAST SEM BARNAKLÁM

Þótt kynferðislegur lögaldur á Íslandi sé 15 ára er samt ólöglegt að taka/dreifa kynferðislegu myndefni af einstaklingi undir lögaldri, bæði samkvæmt íslenskum og alþjóðlegum lögum. Þetta þýðir að einstaklingar undir 18 ára njóta meiri lagaverndar á netinu hvað nektarmyndir varðar en einstaklingar sem hafa náð lögræðisaldri.

​4. VERTU TRAUSTSINS VIRÐI

Ef einhver sem treystir þér sendir þér nektarmynd, vertu þá traustsins virði. Ekki áframsenda myndina eða sýna vinum þínum hana og ekki setja hana á netið. Myndin var ætluð þér, ekki öðrum.

5. VERTU MEÐVITUÐ/AÐUR UM NETÖRYGGI

Engin tækni er 100% örugg, ekki einu sinni öpp sem „eyða“ myndefninu á nokkrum sekúndum (líkt og Snapchat og fleiri forrit.) Ef nektarmyndir af þér fara á flakk er það ekki þér að kenna. Þú átt skilið hjálp.

6. EKKI SENDA NEKTARMYNDIR NEMA VILJI SÉ FYRIR HENDI

Að senda öðrum nektarmyndir, sem kæra sig ekki um að fá slíkt efni, flokkast undir kynferðislega áreitni. Vertu viss um að manneskjan sem þú ætlar að deila nektarmynd með hafi áhuga á slíkum samskiptum, áður en þú sendir.

7. SNAPCHAT OG SAMBÆRILEG FORRIT „EIGA“ MYNDIRNAR ÞÍNAR

Samkvæmt reglum frá 2015 á Snapchat allar myndir og myndskeið sem send eru með aðstoð appsins um alla framtíð.

8. HORFÐU GAGNRÝNUM AUGUM Á KLÁMVÆÐINGU

Ef þér finnst þú undir þrýstingi að vera kynþokkafull/ur eða djarfari en þú ert, þá er vandamálið ekki hjá þér heldur í viðhorfum sem búa til slíkar ranghugmyndir. Þú hefur rétt á að vera eins og þér líður best.

9. ÞVINGUN ER ALDREI Í LAGI

Ef einhver reynir að þvinga þig til að taka þátt í kynferðislegum samskiptum, t.d. að senda nektarmynd eða gera eitthvað annað sem þér finnst þú ekki tilbúin/n til, þá getur það verið lögbrot. Þú átt alltaf fullan rétt á að draga mörk sem aðrir eru skyldugir til að virða – á sama hátt og þú verður að virða mörk annarra.

10. TILKYNNTU UM KYNFERÐISLEGA ÁREITNI

Ef þú ert undir 18 ára aldri og einhver fullorðinn sendir þér nektarmyndir eða kynferðisleg skilaboð sem þú kærir þig ekki um áttu rétt á að fá hjálp, enda er um kynferðisbrot í þinn garð að ræða. Slík aðstoð býðst ef þú tilkynnir um málið. Sama gildir ef þú ert orðin/n 18 og þú kærir þig ekki um myndefnið/skilaboðin sem þér voru send. Enginn hefur rétt á að áreita þig kynferðislega.

11. SETTU ÁBYRGÐINA Á RÉTTAN STAÐ

Ef nektarmyndir eða aðrar viðkvæmar ljósmyndir fara á netið á án samþykkis þess sem á myndunum sést, þá liggur ábyrgðin hjá þeim sem dreifði myndunum (gerandanum), ekki hjá þeim sem varð fyrir því (þolandanum).

12. EKKI DRUSLUSKAMMA

Það er ekkert óeðlilegt við nekt eða við það að hafa áhuga á kynlífi. Allir eru naktir undir fötunum og kynferðislegur áhugi er hluti af kynheilbrigði. Það er ekkert til að skammast sín fyrir. Hins vegar liggur skömmin á kynferðisbrotum hjá þeim sem þau fremja – til dæmis hjá þeim sem ákveða að dreifa nektarmyndum í leyfisleysi.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt