Ný félagsmiðstöð komin vel af stað

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Gufunesbær, Höllin, Sigyn, Vígyn

Vígyn er nýja félagsmiðstöðin í Víkurskóla eftir að Dregyn og Púgyn sameinuðust.
Hún þjónustar unglingadeildina sem er í Víkurskóla og miðstig Borgaskóla og
Engjaskóla.

„Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Stefán forstöðumaður„Erfitt, jú,
það eru náttúrulega rosalega margir sem mæta hjá okkur. Við vorum með 120
manns í húsi í gær.“ Félagsmiðstöðin býður upp á eitthvað starf fyrir unglinga öll
kvöld vikunnar og starf fyrir miðstigið alla daga nema þriðjudaga.

Opið er í Vígyn í öllum frímínútum og hádegishléum. Það er nýtt. „Það er mikil ánægja með það,“ segir Helga Hjördís aðstoðarforstöðumaður. „Þeim finnst gott að geta komið hingað inn og okkur finnst líka mjög gott að geta
náð til þeirra á skólatíma.“

Fjölbreyttir hópar

Félagsmiðstöðin er komin á fullt með hópastarf. “Við erum með tvo rafíþróttaklúbba sem hittast á þriðjudögum og fimmtudögum,“ segir
Stefán til að byrja upptalninguna. „Það eru ólíkir hópar sem eru að gera ólíka hluti.
Svo er níunda bekkjar stelpuklúbbur sem gengur mjög vel.“

Annar hópur sem byrjaði nýlega er prjón- og hekl hópur. „Það var áhugi hjá tveimur starfsmönnum að byrja með svona prjónaklúbb, þannig að við könnuðum hvort það væri einhver áhugi hjá krökkunum.“ segir Helga.„Töluðum við stelpur sem við vissum að voru að prjóna og hekla sjálfar en við höfðum hittinginn opinn öllum sem vildu annað hvort læra eða bara halda áfram með sitt prjón.“

Stefán lýsir góðu samstarfi við skólann hvað varðar starf á skólatíma. „Við erum með tvo starfsmenn sem eru með svona örklúbba á skólatíma. Þau taka ákveðna hópa úr tímum og koma hingað í aðstöðuna að gera allskonar skemmtilega hluti.“

Leggst vel í krakkana

Stefán segist ekki finna fyrir mikilli hópamyndun milli skóla á opnunum. „Ég var í samrunanum á milli Engjaskóla og Borgaskóla á sínum tíma og þá tók ég eftir mikilli hópamyndun á milli skóla. Núna eru þau bara góð með þetta.“

Það ríkir almenn ánægja hjá krökkunum að þeirra mati og er gaman að fá fullt af
nýjum krökkum til að kynnast. „Okkur finnst það líka skipta miklu máli að við erum alltaf hérna á skólatíma,“ segirHelga Hjördís. „Þá nær maður rosalega vel til þeirra og við getum frekar hvatt þau til að
koma á opnanir.“

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt