Október í Sigyn

 í flokknum: Óflokkað

Nú eru dagskrárnar fyrir október í Sigyn komnar á heimasíðuna og þær ásamt fréttabréfunum voru send á alla forsjáraðila fyrir helgi. Örlítil breyting varð á dagskránum en hjá unglingunum færist viðburðurinn Gangavörðurinn yfir á 17.október og Heru & Úlfars kvöld verður 24.október. Einnig verður sameiginlegt Halloween ball fyrir 10-12 ára mánudaginn 29.október, á sama tíma og smiðjan í Rush garðinn er. Því þurfa börnin að ákveða hvorn viðburðinn skuli mæta á þennan dag. Ekki er búið að ákveða hvað verður miðvikudaginn 31.október í staðin en við munum líklega bjóða upp á æsispennandi Halloween stemningu. Við minnum foreldra á leiðbeiningarnar um smiðjuskráningu í fréttablaðinu okkar og ef upp kemur vandamál að hafa samband við okkur á sigyn@reykjavik.is. Ef fyrirvarinn er stuttur er best að hringja í 695-5186 eða 695-5183.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt