Perlað af krafti í Kelduskóla

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Gufunesbær, Púgyn

Kraftur og Kelduskólasamfélagið ætla að perla af krafti sunnudaginn 27.maí frá kl. 13:00 til 17:00. Við skorum á fjölskyldur að koma og eiga ánægjulega stund í Kelduskóla Vík og perla saman til góðs HM2018 armböndin. Armböndin verða seld til stuðnings Krafti og munu einnig sýna samstöðu með íslenska fótboltaliðinu á HM. Armböndin eru með áletruninni „Lífið er núna“ og eru auðveld í samsetningu svo að allir geta tekið þátt, börn sem fullorðnir.  Boðið verður uppá veitingar á staðnum. Við vonumst til að sjá sem flesta koma og taka þátt í þessu skemmtilega verkefni.

Allur ágóði af sölu armbandanna rennur til Krafts – stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Hægt verður að kaupa armböndin líka strax á staðnum. 

 

 

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt