Peysu sala Dregyn

 í flokknum: Dregyn, Óflokkað

Peysu-sala Dregyn

Í síðustu viku byrjuðum við að selja Dregyn peysur, og er þetta eitthvað sem við gerum á hverju ári og auðvitað höldum við í hefðina.
Við settum saman peysu-ráð sem hittist í nokkur skipti og völdu þau lit, snið
og hönnuðu nýtt lógó.
Peysan er golden gul með appelsínugulu lógó-i, og hægt er merkja peysuna að framan með nafni og verður sú merking líka appelsínugul. Verð á peysu er 4.500 kr.

Unglingarnir eru búin að hafa viku til koma og máta peysurnar og finna sína stærð og panta. Síðasti séns að koma og máta og greiða fyrir peysu er á þriðjudaginn 20.febrúar á opnu húsi.

Við ætlum einnig að bjóða 7.bekkingum að kaupa sér peysu þar sem það styttist óðum í að þau mæta í unglingadeildina. Skemmtilegra fyrir þau að eiga peysu þegar þau mæta eftir sumarið í unglingdeildinni. Við munum senda email til foreldra og láta vita hvenær við mætum í skólann til að leyfa þeim að máta.

 

 

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt