Púgyn: 16.-20.desember

 í flokknum: Púgyn

Góðan daginn,

Það er nóg um að vera hjá okkur í Púgyn í vikunni. Bæði mini-púgyn og unglingadeildin á leið í jólaferðir og dagskrá vikunnar með jóla anda.
Dagskrá vikunnar hjá unglingadeild:

Á mánudaginn er jólabolti – leikur með ýmiskonar boltaleikjum þar sem einn stendur uppi sem sigurvegari í lok kvölds.

Á miðvikudaginn fáum við góða heimsókn frá Gunna og Magga en þeir ætla að halda árlegan viðburð, Jólaleik fuglsins, þar keppa krakkarnir í ýmsum minute to win it þrautum og allir eiga möguleika á góðum vinning, eða jafnvel kartöflu ef þau eru óheppin.

Á fimmtudaginn verður jólaball Kelduskóla haldið í Kelduskóla Korpu, ballið verður frá kl. 20-22 – það er frítt á ballið en það kemur í stað hefðbundinnar jólaskemmtunar skólans. Það eiga allir að mæta á ballið, þeir sem ekki mæta eiga að mæta á jólaskemmtun skólans á föstudeginum.

Á föstudaginn er svo komið að árlegri jólaferð unglingadeildarinnar. Við ætlum að hittast í Vík kl. 14:00 og tökum saman strætó í Smáralindina þar sem við skellum okkur í lasertag og á pizzahlaðborð á Pizza hut. að því loknu tökum við strætó í Grafarvogslaugina og endum svo kvöldið aftur í Vík þar sem við horfum á jólamynd.

 

Dagskrá 10-12 ára í vikunni:

Á mánudaginn verðum við með jólabingó, þar sem við ætlum að spila nokkra bingó leiki, jólaverðlaun í boði.

Á miðvikudaginn ætlum við að spila hinn vinsæla leik Varúlf sem krakkarnir hafa vilja helst að sé á dagskrá hjá okkur einu sinni í viku.

Á föstudaginn erum við svo á leið í jólaferðina árlegu. Það er mikil eftirspurn í ferðina og við hlökkum mikið til. Við munum hitta krakkana í Vík eftir jólaskemmtanir og þaðan höldum við í Hlöðuna, Gufunesbæ. Ferðin endar svo kl. 17:30 í Rush en þangað eiga foreldrar að sækja börnin.

Milli jóla og nýárs er opið hjá okkur föstudaginn 27. og mánudaginn 30. desember á hefðbundnum opnunartíma.

Við viljum nýta tækifærið og þakka öllum fyrir önnina og skemmtilegar samverustundir. Hlökkum til að sjá alla eftir áramót!

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt