Félagsmiðstöðin Púgyn – Kelduskóla

Home » Púgyn » Um Púgyn

Um félagsmiðstöðina Púgyn

Félagsmiðstöðin Púgyn í Kelduskóla

Sími: 695-5082

Félagsmiðstöðin Púgyn er starfrækt af Gufunesbæ og er félagsmiðstöð fyrir Kelduskóla, áður Víkurskóli og Korpuskóli. Fyrir Púgyn þá voru reknar tvær félagsmiðstöðvar í sitthvorum skólanum. Það voru félagsmiðstöðin Frígyn í Víkurskóla sem var rekin sem nokkurs konar útibú frá félagsmiðstöðinni Sængyn (nú Borgyn) í Borgaskóla og félagsmiðstöðin Tegyn í Korpuskóla sem nokkurs konar útibú frá félagsmiðstöðinni Engyn í Engjaskóla. Árið 2006 var ákveðið að það væri hentugra að sameina Frígyn og Tegyn í eina félagsmiðstöð sem myndi þjónusta báða skólana. Kosið var um nýtt nafn og stóð Púgyn uppi sem sigurvegari og sigraði örugglega andstæðinga eins og Steigyn, Klagyn og fleiri nöfn.

Félagsmiðstöðvar í Reykjavík starfa samkvæmt Starfsskrá skrifstofu tómstundamála (ÍTR)sem kom út vorið 2007 og er megináherslan lögð á starf fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára. Starf fyrir börn á aldrinum 10-12 ára hefur þó verið að aukast í félagsmiðstöðvunum í Grafarvogi undanfarin ár. Í starfi félagsmiðstöðva er lögð áhersla á að þjálfa samskiptafærni, auka félagsfærni, styrkja sjálfsmynd og efla samfélagslega virkni og þátttöku. Barna- og unglingalýðræði er hugmyndafræðin sem starfið byggir á og tryggir áhrif barna og unglinga á starfið. Kosningar í miðstigs- og unglingaráð eru í anda þessarar hugmyndafræði en mikilvægasta hlutverk ráðanna er að virkja sem flesta til þátttöku í starfinu ásamt því að standa fyrir og skipuleggja dagskrána.

Um Púgyn
Starfsmenn

Starfsmenn

 • Kristín Valgarðsdóttir
  Kristín Valgarðsdóttir FRÍSTUNDALEIÐBEINANDI
  • Gunnar Hrafn Arnarsson
   Gunnar Hrafn Arnarsson Forstöðumaður Púgyn
  • Helga Hjördís Lúðvíksdóttir
   Helga Hjördís Lúðvíksdóttir Frístundaleiðbeinandi
   • Stefanía Ýr Stefánsdóttir
    Stefanía Ýr Stefánsdóttir Frístundaleiðbeinandi
    • Bjarki Þórðarson
     Bjarki Þórðarson Frístundaleiðbeinandi
     Starfsáætlun

     Starfsáætlun…

     Gildi

     Gildi Gufunesbæjar

     Um Púgyn
     Contact Us

     We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

     Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt