Frístundaheimilið Regnbogaland – Foldaskóla

Home » Regnbogaland » Um Regnbogaland

Um frístundaheimilið Regnbogalandi

Frístundaheimilið Regnbogaland er staðsett á 2. hæði í vesturenda Foldaskóla. Regnbogaland er eitt af átta starfandi frístundaheimilum sem tilheyra frístundamiðstöðinni Gufunesbæ, og skiptist aðallega í þrjár stofur: Regnbogaland, Sólarstofuna og Stjörnustofuna. Auk þess höfum við aðgang að tónmenntstofunni þrjá daga í viku, aðstöðunni hjá félagsmiðstöðinni Fjörgyn fjórum sinnum í viku, tölvustofunni þrjá daga, íþróttasalnum þrisvar sinnum í viku og heimilisfræðistofunni tvisvar sinnum í viku.

Við í Regnbogalandi leggjum starfið okkar upp með það í huga að reyna að bjóða upp á eins fjölbreytt starf fyrir börnin og völ er á, þannig að allir finni eitthvað við sitt hæfi og finni eitthvað sem hentar þeirra áhugasviði. Við gerum mikið út á það að bjóða upp á aðeins öðruvísi og meira spennandi starf fyrir 3. og 4. bekk og fá þau til að mynda að nota aðstöðuna í félagsmiðstöðinni fjóra daga vikunar.

Við leggjum mikla áherslu á það að reyna að brjóta upp starfið hjá okkur með því að fara með minni hópa í vettvangsferðir og bjóða upp á allskyns smiðjur. Börnin fá að vera með í ráðum við skipulagningu þessara þátta og reynum við að koma til móts við þeirra óskir eins mikið og kostur er.

Einnig erum við með leyniráð fyrir 3. og 4. bekk, og fá allir að taka þátt í því einu sinni yfir skólaárið. Það lýsir sér þannig að þau sem eru í leyniráðinu þann mánuðinn hittast á fundum einu sinni í viku þar sem þau fá að koma með hugmyndir að einhverri ferð fyrir 3. og 4. bekk, útfæra þær og útbúa auglýsingar. Í síðustu viku mánaðarins framkvæma þau svo viðburðinn sem þau skipulögðu og vekur það oftast mikla lukku.

Um Regnbogaland
Starfsmenn

Starfsmenn

 • Elva Hrund Þórisdóttir
  Elva Hrund Þórisdóttir Forstöðumaður Regnbogaland
 • Kristján Sigurðsson
  Kristján Sigurðsson Aðstoðarforstöðumaður Regnbogaland
  • Gunnhildur Einarsdóttir
   Gunnhildur Einarsdóttir Frístundaleiðbeinandi með umsjón

   Vinnur mánudaga, fimmtudaga og föstudaga

   • Lilja Rut Jónsdóttir
    Lilja Rut Jónsdóttir Frístundaleiðbeinandi með umsjón

    Vinnur mánudaga, fimmtudaga og föstudaga

    • Haukur Örn Halldórsson
     Haukur Örn Halldórsson Frístundaleiðbeinandi með umsjón

     Vinnur alla daga

     • Írena Játvarðardóttir
      Írena Játvarðardóttir Frístundaleiðbeinandi með umsjón

      Vinnur alla daga

      • Kristín Baldey Rúnudóttir
       Kristín Baldey Rúnudóttir Frístundaleiðbeinandi með umsjón

       Vinnur mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga

       • Signý Ólafsdóttir
        Signý Ólafsdóttir Frístundaleiðbeinandi með umsjón

        Vinnur mánudaga og fimmtudaga

        • Sæunn Heiða Marteinsdóttir
         Sæunn Heiða Marteinsdóttir Frístundaleiðbeinandi með umsjón

         Vinnur mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga

         • Vala Kristín Theodórsdóttir
          Vala Kristín Theodórsdóttir Frístundaleiðbeinandi

          Vinnur mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga

          • Auður Ýr Gísladóttir
           Auður Ýr Gísladóttir Frístundaleiðbeinandi

           Vinnur mánudaga, fimmtudaga og föstudaga

           • Gunnar Jóhannsson
            Gunnar Jóhannsson Frístundaráðgjafi

            Vinnur þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga

            • Andrea Jacobsen
             Andrea Jacobsen Frístundaleiðbeinandi

             Vinnur alla daga

             • Berglind Benediktsdóttir
              Berglind Benediktsdóttir Frístundaleiðbeinandi

              Vinnur alla daga

              • Brynjar Örn Sigurðsson
               Brynjar Örn Sigurðsson Frístundaleiðbeinandi með umsjón

               Vinnur alla daga

               • Eydís Anna Theodórsdóttir
                Eydís Anna Theodórsdóttir Frístundaleiðbeinandi

                Vinnur miðvikudaga og föstudaga

                Starfsáætlun

                Starfsáætlun…

                Gildi
                Contact Us

                We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

                Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt